Skírnir - 01.01.1979, Síða 18
16
KRISTÍN GEIRSDÓTTIR
SKÍRNIR
að einhver eða einhverjir af afkomendum írskra smákonunga
hafi getað borist út hingað á þeim umbyltingartímum, sem
gengu yfir í þann mund sem landið byggðist. Vitað er, að
mægðir gátu tekist milli þessa „konungafólks" og norrænna vík-
ingahöfðingja, sem reyndar áttu það til að taka sér konungs-
nafn sjálfir. (Hvað sem er um frændsemi „konunnar á Skeggja-
stöðum“ við Játmund helga. — Og þó, ekki hefur nú Játmundur
þessi verið annað en mennskur maður.)
Það sem mest hefur styrkt mig í þeirri trú að Islendingasög-
urnar væru að miklu leyti byggðar á sannsögulegu efni, er sú
samfellda heildarmynd, sem þær gefa af mönnum og atburðum
þess tímabils, sem venja er að kalla söguöld. — Allt að fjörutíu
sögur, lengri og skemmri, sumar mikil rit, auk fjölda þátta, og
gerast víðsvegar um landið, skrifaðar af mörgum höfundum,
sennilega nærfellt eins mörgurn og sögurnar eða frásagnirnar
eru margar til. Og allt ber þetta svip liins sama tírna, sömu þjóð-
félagshátta og má þó ef til vill greina nokkurn mun eftir því
hvort sögurnar gerast snemrna eða síðla innan tímabilsins t.d.
fyrir eða eftir kristnitökuna. — Þrettánda öld, segja nú margir
fræðimenn, sögurnar birta aðeins þjóðlíf þeirrar aldar. En skyldi
það vera rétt, nema auðvitað að því leyti, sem allar bókmenntir
bera nokkurn svip síns ritunartíma. — En er ekki talsverður
munur á þjóðlífslýsingum íslendingasagna og t.d. Sturlungu?
Það hefur mér alltaf fundist. Auk þess var ytri gerð þjóðfélagsins
farin að breytast á þrettándu öld, en eg get ekki séð að þeir, sem
rituðu íslendingasögur hafi látið það trufla sig. — Og furðuleg
er öll sú þekking, sem virðist liafa verið til staðar urn fólkið
sem landið byggði á þessum tíma. Lesandinn getur orðið kunn-
ugur í hverju héraði, nærfellt hverri sveit. Heilir ættbálkar koma
fram, einkum goðaættirnar, oft í marga liðu, örlög þeirra, alls-
konar vensl og mægðir, róstur, deilur og sættir. Og þennan fróð-
leik og þennan sérstæða lífsstíl er að finna í öllum þessum bók-
um, hverri einustu, þó mjög sé það mismunandi víðtækt eftjr
stærð sagnanna og einnig eftir listgildi þeirra. Og þeim ber
ótrúlega vel saman í aðalatriðum, en ekki alltaf nákvæmlega,