Skírnir - 01.01.1979, Síða 20
18
KRISTÍN GEIRSDÓTTIR
SKÍRNIR
unum er hægt að finna aðra betri skýringu á því að svona stór
sagnaflokkur skuli vera svo samtaka um að segja frá þessu fólki,
þessari öld?
Það yrði þá helst að liugsa sér að vitrustu menn landsins
liefðu stofnað með sér félagsskap, einskonar akademíu, og innan
þessarar akademíu hefðu verið ráð ráðin um það á livern hátt
skyldi semja sögur frá þessu greinda tímabili, svo allt liti sem
trúverðugast út. Ef til vill eittlivað stuðst við gamlar sagnir,
en efnið annars skipulagt og verkum skipt milli þátttakenda. —
Halldór Laxness kveður svo að orði í ritgerð sinni Forneskju-
taut:
... flest stórfeldustu verkin hafa orðið til samtímis og eiga saman í
formi sem efni, svo þau virðast öll vera partur af einu verki, unnin í félags-
vinnu, eins og vinnuhópar úr öllum landsfjórðungum hefðu sammælst á fjöll-
um til að leggja allt landið undir eitt vegakerfi.
Þrátt fyrir þessa snjöllu líkingu hef eg ekki mikla trú á að
skáldið hyggi í alvöru að sögurnar hafi orðið til í einskonar
„hópvinnu", en þessi orð sanna, að hið stórfurðulega samræmi
þeirra, sem eg hef verið að reyna að vekja máls á hér, hefur
ekki far,ið fram lijá Laxness, þó að hann túlki það á annan veg
en mér er geðfelldast.
En er þá algjör óvitaskapur að leggja trúnað á þessar sögur?
Hafa vitrir menn nútíðarinnar með öllu afsannað sagnfestu-
kenninguna gömlu, sem reyndar var búin að lifa mestan part
eitthvað fram á þessa öld, svo margir hafa þá verið óvitarnir? —
Má vera að það sé ekki von að nútíminn með fjölmiðlum sínum
og hinum margumtalaða hraða og öru breytingum geti skilið
þá list fyrri tíðar fólks að geyma atburði frá liðnum tímum í
frásögnum mann fram af manni. Því skal heldur ekki neitað,
að slík „munnleg geymd“ hlýtur að hafa verið miklum takmörk-
unum háð, en hégilja er hún ekki.
Mér hefur stundum komið til hugar hvort athugun á sumum
hinna styttri íslendingasagna kynni ekki að geta gefið nokkra
hugmynd um efnivið þeirra yfirleitt. Eg nefni hér til dæmis,
nær því af handahófi, Bjarnarsögu Hítdælakappa. Eg held
að miklar sagnir hafi gengið um Björn. Það liefur verið vitað
um ætt hans og uppruna, helstu æviatriði og afdrif og auk þess