Skírnir - 01.01.1979, Page 21
SKÍRNIR
FÁEIN ALÞÝÐLEG ORÐ
19
varðveitt talsvert a£ kveðskap lians. Þessar sagnir hafa verið
komnar í nokkuð fast form og loks hefur einhver fróðleiksmaður
skráð þær án þess að breyta að ráði gerð þeirra eða frásagnarstíl
Og sagan rís að vísu hátt að lokum, en hún virðist dálítið
sundurlaus með köflum, form hennar ekki jafn hnitmiðað og
margra annarra Islendingasagna. Ef til vill þó að einhverju leyti
vegna þess að geymd hennar hafi ekki verið sem skyldi, en bæði
fyrr og síðar mun hún hafa verið talin með elstu sögunum. Og
mér finnst ákaflega líkt því að skrifað hafi verið beint eftir
munnlegri frásögn, má þar t.d. nefna lýsinguna á ferð þeirra
Ljárskógahjóna, er þau lentu í stórhríðinni og urðu að taka
gistingu að Hólmi. — Svipað mætti líklega segja um ýmsar fleiri
sögur og þætti. En lengstu og stórfenglegustu sögurnar og einnig
sumar þær styttri, svo sem Gunnlaugssaga og Hrafnkelssaga,
hvor á sinn hátt, bera óneitanlega vott um það að efnið sé meira
„unnið", meira lagt fram af hálfu ritara — eða höfundar til að
fella allt í listrænar skorður. En þessi listræni búningur afsannar
ekki að efnið geti verið sannsögulegt. Eg trúi ekki öðru en að
sögur eins og t.d. Egla og Laxdæla séu fyrst og fremst byggðar
á sterkum ættarsögnum, sem þekktar hafa verið og sagðar af
mörgum kynslóðum, þó að vísu séu þær allmjög færðar í stílinn.
Hin rnikla listasmíð, Njála, hefur að líkindum þegið enn meira
af sínum ritara, eða ætti ef til vill að segja höfundi, en þó efa eg
ekki að einnig hún styðjist við sanna viðburði.
Það hef eg mikið undrast að Ari fróði skuli ekki í forspjalli
íslendingabókar tilgreina neinar ritaðar heimildir, sem liann
hafi haft fyrir sér við samningu hennar. En þetta gerði liann
ekki og því getur Halldór Laxness sagt: „Ari hafði ekki fyrir
sér einn staf ritaðan, er hann hóf að rita íslendingabók.“ — Þetta
er athyglisvert og eftir það að eg fór fyrir alvöru að grufla út í
þessa hluti, hef eg margoft spurt út í bláinn: Hvað voru hinir
sískrifandi íslendingar eiginlega að gera alla elleftu öldina?
Hvað í ósköpunum tafði þá? Þurftu þeir svona langan tíma til
að átta sig á því hvers virði það var að kunna að skrifa?
Sem betur fer er talsvert margt vitað, sem gefið gæti vísbend-
ingu um nokkra möguleika til ritstarfa hér á landi á þessu tíma-