Skírnir - 01.01.1979, Page 23
SKÍRNIR
FÁEIN ALÞÝÐLEG ORÐ
21
að taka ritlistina í eigin þjónustu og farið að bera við að pára
sjálfir. Þó líklega hafi það verið smátt framan af, enda bókfell
bæði dýrt og vandmeðfarið. Varla er þó annað hugsanlegt en að
fyrstu biskuparnir, Isleifur og Gissur, hafi látið skrá eitthvað á
vegum embættis síns, og svo getur hafa verið um fleiri kenni-
menn þessa tíma. Eða er nokkuð eðlilegra en að svo fljótt sem
auðið var, hafi verið farið að skrá mikilvæga gerninga svo sem
varðandi byggingu og eignir kirkna? En með því hefði auðveld-
lega getað slæðst hin og önnur vitneskja um fleiri hluti, enda
ekki ólíklegt að fleira hafi skráð verið. — Hinsvegar hefur þess-
um hugsanlega möguleika um heimildir skráðar á elleftu öld
verið næsta lítill gaumur gefinn, það eg til veit. Eg man ekki
með vissu til að hafa séð að því vikið nema í einni bók, Getið í
eyður sögunnar, eftir séra Svein Víking. — Þar virtist mér höf-
undurinn gera ráð fyrir því, að þegar á fyrsta skeiði kristninnar
hér hafi verið farið að skrásetja ýmislegt, sem síðar hafi getað
orðið sagnariturum að liði. Mér finnst þetta mjög líklegt, en vera
má að erfitt sé að sanna það. — En er þá ekki einnig erfitt að
sanna hið gagnstæða? Hvernig geta nútímamenn verið alveg viss-
ir um að íslenskir grúskarar á tólftu og þrettándu öld kunni ekki
að hafa átt í fórum sínum, eða komist yfir, gamlar skinnpjötlur,
sem staðfest hafi ýmsa staði í sögubókum þeirra? Hvernig er
hægt að fullyrða þetta nú? Allt slíkt, þó til hefði verið, er löngu
hulið gleymsku, sem aldrei verður rofin. Jafnvel fræðibók sú
eða ritgerð, sem Sæmundur fróði samdi á latínu, er með öllu
glötuð og líklega hrein tilviljun að það skuli vera vitað að hún
var til. Einnig kvað hafa glatast fyrri gerð sjálfrar íslendinga-
bókar, glötuð er upphafleg gerð Landnámu. Enginn veit hvað
glatast hefur af þessum frumgögnum íslenskrar sögu. Það hefur
ekki allt verið endurritað á þann hátt að nú sé merkjanlegt. —
En ákaflega er ólíklegt að Ari hafi ekki getað haft fyrir sér
einhverja „stafi“, ritaða af íslenskum höndum, þegar hann samdi
bók sína. — Hitt er auðsætt, að honum hefur þótt meiru varða
að nefna, þeim til verðugs lofs, þá öldnu þuli, sem höfðu frætt
hann og stutt í brautryðjandastarfi hans, er hann ritaði fyrstur
manna „fræði“ á norrænu máli. Áður er líklegast að þeir klerk-
ar, sem hugsanlega hafa gert tilraun til ritunar, hafi skrifað á lat-