Skírnir - 01.01.1979, Page 24
22
KRISTÍN GEIRSDÓTTIR
SKÍRNIR
ínu eins og Sæmundur, en ekki hefði það orðið Ara til fyrirstöðu.
(Benda mætti á það, að í formála sínum að Heimskringlu vitnar
Snorri Sturluson ekki í annað ritað mál en fræði Ara. Þó er
vitað að áður hafði margt verið ritað um Noregskonunga,
og mun talið fullvíst að eitthvað af því liafi hann hlotið að
hafa haft til hliðsjónar, þegar hann samdi Heimskringlu.)
í þessari grein hefur nokkrum sinnum verið minnst á okkar
frægasta núlifandi skáld, Halldór Laxness, en hann hefur svo
sem kunnugt er á síðari árum gerst mikill áhugamaður um ís-
lenskar fornbókmenntir og skrifað um þær fjölda ritgerða. Rit-
gerðir þessar glitra allar og glansa af hugmyndaflugi skáldsins
og stílleikni, en varla trúi eg öðru en að í sumum atriðum megi
þær heita nokkuð fjarstæðukenndar. Ef til vill verður ein-
hvern tíma viðurkennt að svo sé. Vissulega fer Laxness hér sem
annars staðar sínar eigin leiðir, en samt fylgir hann tískunni
í því að gera lítið úr sannindum fornritanna, þó ekki sé sparað
lofið um listgildi margra þeirra, svo sem verðugt er. Hann hamr-
ar mjög á því, að þetta séu „miðaldabókmenntir“ og samdar
undir áhrifavaldi kaþólskrar kirkju og m.a. af þeim sökum sé
ekki þess að vænta að um raunsanna sagnfræði geti verið að
ræða. — Eða þannig hef eg skilið málflutning hans. Margt hefur
nú áður heyrst um kaþólska kirkju, enda hefur líklega verið
svo á öllum tímum að sterku valdi fylgi einskonar ofstjórn í
andlegum efnum. En þetta vald kirkjunnar hefur tæpast verið
eins sterkt hér og víðast annars staðar, að minnsta kosti fyrstu
aldirnar. Og ákaflega á eg erfitt með að skilja útleggingu skálds-
ins á forspjalli íslendingabókar. Eg get ekki séð neitt athugavert
við það, þó Ari sýndi biskupum landsins og Sæmundi fróða
handrit sitt og ráðfærði sig við þá, og ekki heldur þó að það
hefði verið fyrir tilmæli þeirra að hann hóf ritunina. — Og eg
get ekki fundið það út úr orðum hans að þeir hafi „breytt text-
anum stórlega áður en þeir leyfðu að hann kæmi fyrir almenn-
ingssjónir". — Og hafi þessir kirkjuhöfðingjar verið svona ráð-
ríkir við Ara, hversvegna leyfðu þeir þá að hann skrifaði á ís-
lensku en ekki á móðurmáli kirkjunnar eins og Sæmundur hafði
gert í sínu riti?
Fyrir nokkrar ályktanir Laxness er eg þakklát, svo sem er