Skírnir - 01.01.1979, Side 29
SKÍRNIR
FÁEIN ALÞÝÐLEG ORÐ
27
við mannsnafn. — Því er haldið fram, að jafnan hafi gætt sterkr-
ar hneigðar til að lesa mannanöfn út úr örnefnum. Ekki veit
eg til þess, en þó er ekki svo að skilja að eg vilji halda því
fram að nafngiftir hafi ekki tekið neinum breytingum frá því
á landnámsöld. Einhver bæjarnöfn og að líkindum þó fleiri ör-
nefni hafa breyst, en eg trúi ekki að þær breytingar hafi orðið
allar á einn veg eða að kerfisbundnum hætti, heldur sitt á hvað
og af ýmsum ástæðum. Og best gæti eg trúað að breytingarnar
væru ekki miklar. Eg hef farið lauslega yfir nafnaskrá Sturlungu
og reynt að bera bæjarnöfnin sem þar koma fyrir saman við
símaskrána 1974. —■ Og ekki bar á öðru en að yfirgnæfandi meiri
hluti þessara nafna kæmi til skila í símaskránni eftir allar þær
aldir, sem á milli liggja. Hvergi var mér unnt að merkja að
mannanöfn hefðu verið lesin út úr örnefnum. Og Eyri við Arn-
arfjörð heitir til dæmis ennþá Eyri, þó hún sé nú lengi búin
að vera tengd nafni Hrafns Sveinbjarnarsonar. En dæinið um
Hrafnseyri er einmitt, ásamt fleiru, lifandi vottur þess að það
er engin hégilja að staðir hafi raunverulega verið kenndir við
menn, sem þar hafa komið eftirminnilega við sögu. (Skyld dæmi
má finna varðandi örnefni. Á Reykjaheiði í Þingeyjarsýslu
heitir t.d. Árnahvammur og Jónsnípa og eru þessir staðir kennd-
ir við menn, sem þarna urðu úti haustið 1802. Þetta er vitað, —
en getur þá ekki líka verið rétt það sem segir í Landnámu, að
Höskuldsvatn á þessari sömu heiði sé kennt við Höskuld land-
námsmann, sem sagt er að drukknað hafi í vatninu.) — Vitan-
lega fann eg ekki öll Sturlungubæjarnöfnin í símaskránni, all-
stóran hóp nafna vantaði, en eg hugsa að þau hafi flest, ef ekki
öll, tilheyrt jörðum, sem nú eru komnar í eyði. Eins og kunnugt
er hefur byggð raskast á undanförnum áratugum, þannig að
þotið liefur upp fjöldi nýbýla með nýjum nöfnum en gamlir
bæir, þar á meðal heil byggðarlög, horfið í auðn ásamt nöfnum
sínum. Eg skil varla í öðru en að óhætt sé að álykta sem svo,
að frá því á tólftu og þrettándu öld, fram að byggðaröskun síð-
ustu ára, hafi Islendingar verið býsna fastheldnir á bæjarnöfn
sín, og nöfnin sem finnast í Sturlungu eru flest enn notuð
óbreytt, en nokkur með lítilsháttar breytingum, sem að mestu
munu stafa af því að málið sjálft hefur dálítið breyst.