Skírnir - 01.01.1979, Page 30
28
KRISTÍN GEIRSDÓTTIR
SKÍRNIR
Hér hefur að nokkru verið stuðst við Sturlungu. Að vísu er
Landnáma eldri og nöfnin í henni hef eg aldrei athugað ná-
kvæmlega, en eg held að þar beri ekki mikið á milli, og það
hef eg lesið að „bæjarnöfn í elstu fornbréfum komi í stórum
dráttum heim við bæjarnöfn Landnámu". — Þannig fellur þetta
nokkurn veginn hvað að öðru og lítt sjáanleg hneigð til breyt-
inga. Að vísu er ekki hægt að hafa til samanburðar neina sam-
tíma skrá yfir bæjarnöfn á íslandi við lok landnáms, en frá þeim
tíma og fram að ritöld hefðu þessar umræddu breytingar líklega
orðið að gerast, ef þær væru eitthvað annað en ímyndun. — En
er ekki fjarska ólíklegt að endilega á því tímabili hafi fjölda
nafna verið breytt frá upphaflegri gerð, fyrst frávikalítil fast-
heldni í þessum efnum sýnist hafa ríkt hér allar götur síðan
til okkar daga. — Eg hef ekki trú á að forfeður íslendinga hafi
verið bagalega gleymnir á svo nærtæka hluti. Þó þeir eigi að
hafa verið gleymnir á sumar greinir, ættu þeir að hafa getað
munað nafnið á bænum sínum og á bæ nágrannans og sagt
þetta börnum sínum. Og þessi einfalda vitneskja, sem sífellt
minnti á sig vegna daglegrar nauðsynjar, hefði vel átt að geta
geymst lítt brjáluð í nokkra ættliði. Enn síður trúi eg þó á
viljandi fölsun nafna. En sagnamennirnir gömlu, sem eg hélt
að við stæðum í mestri þakkarskuld við, eru nú ekki lengur
hvorki til forsvars eða útskýringa. — Þeir eru aðeins „örlítil ögn
af mold — undir sverðinum grænum“, og verða að taka öllu
í þögn.
í ritgerð sinni Fornþjóð og minjar í þjóðhátíðarútgáfu ís-
landssögunnar innir dr. Kristján Eldjárn að því, að mörg forn
örnefni eigi hliðstæður í öðrum löndum, þar sem norrænir
menn komi við sögu á víkingaöld — og mun fátt trúlegra. Dr.
Kristján minnir einnig á það, að urmull íslenskra örnefna sé
„á einhvern hátt dreginn af búpeningi og margskonar búsum-
stangi að fornu og nýju“. — Þetta er einmitt það sem eg hafði
í huga, þegar eg fyrr í þessari grein nefndi þjóðhætti varðandi
gerð örnefna. Eg held að þarna sé um að ræða mjög merkilegt
svið íslenskrar tungu og menningar — Línakradalur, Saltvík,
Kolamýri — eg hef ekki trú á að þessi nöfn og önnur þeim
hliðstæð hafi verið rangt lesin. — Og svo þau fjölmörgu staða-