Skírnir - 01.01.1979, Page 32
30
KRISTÍN GEIRSDÓTTIR
SKÍRNIR
Þar gengur maður undir manns hönd við að ómerkja „fræðilegt
gildi“ fornritanna. — En hvernig getur kenning Þórhalls Vil-
mundarsonar svo ákveðið rýrt gildi fornsagna, þar sem ekki er
hægt að sanna hana? Og náttúrunafnakenningin verður ekki
með réttu sönnuð. —- í raun og veru hefur ekkert gerst. Engin
ný gögn hafa komið fram. Þetta eru hugmyndir og ágiskanir
eins manns um það sem engum manni getur verið fært að vita
af sjálfum sér. í annan stað er vart hugsanlegt annað en að
einhver liluti íslenskra bæjarnafna og örnefna hafi verið kennd-
ur við landnemana í öndverðu. Hvað var eðlilegra en að þetta
gerðist, hér sem víðast annars staðar? En nú ber hver bær aðeins
eitt nafn, og ef nafn, dregið af mannsnafni, hafði náð að festast
við einlivern bæ, að líkindum oft fyrir sérstök atvik eða að-
stæður, þá var ekki liægt að koma að náttúrunafni líka, þó að
til þess hefðu auðvitað ætíð verið nægir möguleikar. Það mun
enginn sá basr vera til á íslandi, sem ekki væri unnt að gefa
náttúrunafn, og það á marga vegu. Enda virðist hafa reynst
vandalítið, þegar út í það var farið, að finna upp ný nöfn eða
snúa út úr þeim sem fyrir voru og gera allt að náttúrunöfnum.
Hér hefur líka verið beitt ofurkappi og mikilli hugkvæmni. En
aldrei mun eg láta mér skiljast að fyrir þessu sé „sikkerhed",
hvorki meiri né minni, jafnvel þó að því hafi verið slegið föstu
í sagnfræðilegu uppsláttarriti utan landsteina íslands. — Og
ekki hefur alltaf verið líklega til getið. — Mér kemur ekki til
hugar að setja upp þrætur um það hvort Melkorka Laxdælu
hafi verið sannsöguleg persóna eða ekki. En sé þetta tómur
skáldskapur finnst mér alveg yfirmáta lygilegt að höfundur sög-
unnar liefði valið svo veglegri söguhetju nafn eftir blásnum mel.
— Mér hafði aldrei komið annað til hugar en að nafnið væri
snúningur úr einhverju írsku nafni, eins og t.d. Kormlöð. Þann-
ig samþýddu forfeður okkar íslenskunni erlend nöfn. Samstöf-
una „Mel“ hef eg oft séð sem forlið keltneskra nafna, en að
sjálfsögðu skortir mig fræðilega þekkingu til að rökstyðja þetta
nánar. — Minna mætti m.a. á bæjarnafnið Mýlaugsstaði í Aðal-
dal, sem Þórhallur hyggur að upphaflega hafi heitið Mýlastaðir,
og líklega kenndur við mýla í sauðfé. Ekki veit eg hvort hlið-
stæð merking finnst í nokkru öðru bæjarnafni, en þess þykist