Skírnir - 01.01.1979, Síða 34
32
KRISTÍN GEIRSDÓTTIR
SKÍRNIR
Samkvæmt þessu væri megintilgangur Landnámabókar ekki að vera
skýrsla um landnám, heldur að skrásetja eignarheimildir ættanna fyrir þeim
jarðeignum, sem þær áttu, eða töldu sig eiga í upphafi tólftu aldar, en það
var einmitt gert með öruggustum hætti með því að gera grein fyrir því hver
hefði fyrstur numið land og hversu vítt.
Með öðrum orðum, bókin öll tómur tilbúningur og fals, upp-
lognar lieimildir fyrir eignarrétti höfðingjanna á landinu á þeim
tírna, þegar þetta var fyrst skráð. Nokkuð virðist mér dr. Jakob
þykja þessi kenning ganga langt hjá kollega sínum, og er hann
þó einnig nútímalegur í skoðunum. — 1 Skírni 1976 birtist svo
greinin „Aðferðir og viðhorf" eftir dr. Sveinbjörn Rafnsson sjálf-
an og er einskonar svar við áminnstri grein Jakobs Benedikts-
sonar. —• Meginið af þessari ritsmíð dr. Sveinbjarnar fjallar um
samanburð á helstu handritum Landnámu, þeim sem varðveitt
eru og ýmsu er þar að lýtur. Ekki get eg að gagni fylgst með því
flókna viðfangsefni, en mér skilst þó, að hann telji hina glötuðu
frumgerð Landnámu ritaða lítið eitt fyrr en flestir hafa áður
talið, eða ekki síðar en um 1100. — Þykir mér að vísu mjög
vænt um þá ályktun, en því meir undrast eg dóm hans um bók-
ina að öðru leyti. — Meðal annars segir hann svo:
Þeir atburffir, sem heimildirnar greina frá, eiga ekkert skylt viff sögulegan
veruleika. Mörg hundruff ár eru milli ritunartíma heimildanna og atburða
þeirra sem þær greina að hafi orðið. Mótsagnirnar, samræmingarnar og ósam-
ræmið útiloka þar að auki alla geymd, skriflega eða munnlega (tradition),
annars en hugarfóstra.
Mér finnst þurfa talsverða hörku til að varpa fram svona full-
yrðingu, og aldrei hef eg áður séð jafn afdráttarlausa afneitun
á sanngildi fornheimilda. Eftirtektarvert er, að talað er um mót-
sagnir og ósamræmi, en einnig samræmingu, væntanlega um það
er efnisatriðum ber saman. (Því í ósköpunum skyldu þá ekki allt
liafa verið samræmt?) Annars get eg ekki séð að heimildum í
töfluyfirlitinu, sem birt er á bls. 224 beri ýkja mikið á milli
og allar nefna þær Ingólf fyrstan landnámsmanna, en ef til vill
er það bara ein samræmingin.
Þótt ótrúlegt sé, álít eg að mögulegt væri að sanna að doktor-
inn fer hér með miklar öfgar. í fyrsta lagi er það, að á milli land-
námsins og frumritunar Landnámu liðu ekki margar aldir. Sam-