Skírnir - 01.01.1979, Side 35
SKIRNIR
FÁEIN ALÞÝÐLEG ORÐ
33
kvæmt þeirri málvenju, sem eg hef alltaf vanist, er aldrei sagt
„margir“ nema um það, sem er fleira en tvennt, varla um það
sem þrennt er, en oftast um það sem er talsvert og oft margfalt
fleira en þrennt. En sé gert ráð fyrir að land hafi verið numið
hér á svipuðum tíma og talið hefur verið til þessa og „Frum-
landnáma" rituð um 1100 þá eru það um það bil 200 ár til miðr-
ar landnámsaldar. — 200 ár eru langur tími, það eru tvær aldir,
en ekki margar aldir. Enn er á það að líta, að þarna var ekki um
hversdagsatburði að ræða, lieldur landnám í nýju landi og
stofnun nýrrar þjóðar. Varla gat nokkuð verið liklegra til að
geymast lengi í minnum og skapa sterka „tradition“.
Einn af forfeðrum mínum var Jón Jónsson, bóndi á Mýri í
Bárðardal frá 1795 til 1847. — Eg er fimmti maður frá honum,
en eg heyrði þó býsna oft á hann minnst, þegar eg var að alast
upp. Eg lieyrði einnig getið föður hans, Jóns Halldórssonar,
sem bjó á Mýri á undan lionum í þrjátíu ár, eða frá því átján
árum fyrir Móðuharðindi. Svona nákvæmar ársetningar vissi eg
reyndar ekki fyrr en síðar. En eg heyrði getið nokkurra barna
Jóns Halldórssonar og, að eg hygg, allra barna Jóns Jónssonar
og vissi á þeim nokkur deili. Og fyrir allmörgum árum las eg
ritgerð um það er Jón Jónsson á Mýri gerðist til þess að hefja
á ný ferðir suður yfir Sprengisand, er þá höfðu legið niðri um
alllangt skeið. Það var einskonar landnám á sinn hátt. En þegar
eg las þetta, sá eg að það var alveg hið sama og eg hafði heyrt
ömmu mína segja frá, þegar eg var barn. Þetta, að sagnir geymist
réttar í marga ættliði, er áreiðanlega ekki einsdæmi og eg vil
taka fram, að framan af árum var eg ákaflega hugsunarlaus um
að festa mér í minni þann fróðleik, sem eg hefði getað numið
af vörum eldra fólks, hvað þá að mér hugkvæmdist að skrifa
nokkuð upp eftir því meðan tími var til. Eg finn, að eg hefði
getað vitað margfalt meira um svona efni en eg veit nú. Því lief
eg ríka ástæðu til að ætla að margir hafi verið forsjálli um þetta
en eg, og að svo hafi jafnan verið. Og furðulegt þykir mér ef
dr. Sveinbjörn Rafnsson heldur í alvöru að útilokað sé að t.d.
Þorkell Gellisson og Þuríður Snorradóttir hafi vitað eitthvað
með sannindum urn landnám forfeðra sinna við Breiðafjörð, eða
3