Skírnir - 01.01.1979, Page 38
36
KRISTÍN GEIRSDÓTTIR
SKÍRNIR
námu. Þeim hefur eflaust verið hugleikið að láta skrásetja land-
nám forfeðra sinna áður en það var orðið um seinan. En hefði
þeim orðið nokkur stoð í fölsuðum heimildum? Fráleitast af
öllu finnst mér þó að liugsa sér að höfðingjunum eða fulltrúum
þeirra hefði getað tekist að koma saman tilbúnum landnáms-
sögum í kring um allt landið, án þess að eitthvað slettist upp
á vinskapinn þeirra á milli. Mér skilst, að inntak hinnar nýju
söguskoðunar sé það, að bókin túlki fyrst og fremst sinn eigin
ritunartíma, og taki mið af því þjóðfélagi, sem þá var við lýði
og eignaskiptingu þess. En einmitt það hefði hlotið að bjóða
heim ótal árekstrum. íslenskir ráðamenn á þjóðveldisöld hafa
yfirleitt orðið kunnari af öðru en tillátssemi um það sem varðaði
metorð þeirra og valdaaðstöðu. — Satt að segja lield eg að Land-
náma liefði aldrei verið rituð nema af því að það var verið að
skrá landnám, en ekki að sjóða saman falsrök, sem ríkilátir höfð-
ingjar hefðu seint getað orðið ásáttir um.
Og hvað um alla smáþættina eða hliðarfrásagnirnar, sem þessi
furðulega bók er svo auðug af, og allar tengjast landnámsfrá-
sögnunum á einhvern hátt sem hluti af þeim eða þeim til upp-
fyllingar, þó sumt af þessu sé æði þjóðsagnakennt? — Mikil hefði
mátt vera sú elja að búa þetta allt til eða tína saman, ef það
hefði ekki átt neinar fornar rætur. Beinast lægi við að ætla að
allar þessar sagnir hefðu fylgt Landnámu frá upphafi en það
mun þó ekki hægt að fullyrða þar sem enginn veit nákvæmlega
hvernig frumgerð bókarinnar hefur verið og sagt að síðari rit-
arar hennar hafi aukið ýmsu við, sem þeim hefur þá getað verið
kunnugt um eftir öðrurn leiðum og hafa þá að líkindum enn
bæst við fornar arfsagnir. En hvað sem um það er, þá hnígur
þetta allt að einum ósi — landnáminu, og sé öll vitneskja um
landnám út í bláinn, þá veit eg ekki hvað segja skal um þessar
margbreyttu sagnir. — Þarna er m.a. að finna einhverja drama-
tískustu og átakanlegustu ástarsögu sem til er á íslensku, þar
sem er örlagasaga þeirra Hallbjarnar frá Kiðjabergi og konu
hans og Snæbjarnar galta. — Þau þrjú létust öll ung og áttu ekki
niðja svo getið sé. Hvaða þýðingu liafði saga þeirra fyrir eignar-
heimildir að jörðum? En þau voru öll í nánum ættartengslum
við kunna landnámsmenn og Snæbjörn galti er sagður hafa farið