Skírnir - 01.01.1979, Side 39
■SKÍRNIR
FÁEIN ALÞÝÐLEG ORÐ
37
í landaleit vestur um haf. Eftir þá atburði, sem gerst höfðu, er
sagt að hann hafi farið „að leita Gunnbjarnarskerja“, og hvort
sem fræðimenn þora að trúa þeirri frásögn eða ekki, mun eng-
inn neita því, að hún er stórkostleg. — Og hin undarlega vísa
„Bana sé ek okkarn“ o.s.frv. orkar á mann eins og spásögn um
örlög íslendinga á Grænlandi síðar meir (sem enginn hefur þó
getað vitað fyrir, þegar Landnáma var samin eða endurrituð).
Fóstra Snæbjarnar, sem því miður er ekki nafngreind, er sögð
hafa verið með í för. Er hún ef til vill fyrsta hvíta konan, sem
sagnir eru til um að hafi fest fót vestan Atlantshafs? — Allt sýnist
þetta eiga vel heima í bók um landafundi og landnám.
I ritgerð sinni í íslandssögunni nýju „Sambúð lands og lýðs
í ellefu aldir“, vitnar dr. Sigurður Þórarinsson livað eftir annað
til Landnámu í sambandi við eldsumbrot og fleiri náttúrufyrir-
bæri. Ekki hygg eg að dr. Sigurður taki þetta fyrir óyggjandi
heimildir, en þó nokkurs verðar. Og athyglisvert er, að í öllum
þeim atriðum, sem hann nefnir, kemur fram að frásagnir bókar-
innar gœtu staðist samkvæmt nútímaathugunum. — Meira að
segja er talið líklegt að þjóðsagan um vatnaveitingar þeirra
Þrasa í Skógum og Loðmundar í Sólheimum gæti geymt minn-
ingu um raunverulega atburði. — Ekki veit eg hversu ákveðnar
ályktanir verða af þessu dregnar, en óneitanlega bendir það til
þess að bókin varðveiti eitthvað af „sögulegum veruleika".
Þess má geta, að þegar eg var langt komin með að skrifa þessa
grein, las eg ritgerð eftir Arnór Sigurjónsson (Uppruni íslend-
ingasagna og Islendingaþátta, Andvari 1976) en þar koma fram
nokkuð nýstárlegar hugmyndir að mér finnst. — Það er að segja
að í kjölfar liinna merku tíundarlaga, sem með vissu voru sam-
þykkt og ef til vill skráð fyrir lok elleftu aldar, hafi orðið ritun
fjölmargra þátta um menn og viðburði sögualdar, sem þá hefur
ekki verið ýkja fjarri í tíma, og síðan hafi svo þessir hættir orðið,
að mér skilst, heimild og undirstaða margra íslendingasagna. Eg
býst ekki við að eg hefði nokkru sinni vogað að koma fram með
svo róttæka hugmynd, en livað skal segja? — Eitthvað hlýtur að
hafa verið á bak við þá samfelldu og sannfærandi mynd af sögu-
öldinni, sem birtist í íslendingasögum.
Þau tvö bindi, sem út eru komin af þjóðhátíðarútgáfu íslands-