Skírnir - 01.01.1979, Síða 40
38
KRISTÍN GEIRSDÓTTIR
SKÍRNIR
sögunnar, sýna á ýmsan hátt vel viðhorf nútímasagnfræðinga,
enda er ritstjóri verksins og einn af höfundum þess Sigurður
Líndal prófessor, sem taldi að það þyrfti að mölva allt niður
og byggja upp aftur varðandi okkar elstu sögu. — Þessi íslands-
saga er ákaflega glæsilegt rit, og að sumu leyti hefur hún að
geyma margbreyttari og víðtækari fróðleik en nokkur önnur bók
um sögu íslands, sem eg hef haft spurnir af. Það er vissulega
þakkarvert. En mjög finnst mér hafa farið að getu minni um það
að á fremur fátt væri að byggja um þekkingu á okkar elstu sögu,
annað en hinar fornu „rituðu heimildir", og svo hefur farið að
þarna er til þeirra leitað og að mestu við þær stuðst. — Að vísu
með mikilli aðgát og sífellt sleginn varnagli — „ef treysta má“.
Og engum, sem eitthvað gluggar í þessar bækur, getur dulist
að þar er, með örfáurn undantekningum, lítið sinnt urn persónu-
sögu. Það er lieldur ólíkt kennslubók bernsku minnar, Islands-
sögu Jónasar Jónssonar, með sínum fjörlegu endursögnum úr
íslendingasögum. — Ef til vill hefði mátt finna þarna einhvern
góðan meðalveg. Dálítið finnst mér það einkennilegt, að í ítar-
legri ritgerð um fornbókmenntirnar eru sjálfar íslendingasög-
urnar ekki teknar með. Þær eiga að bíða næsta bindis. Svo seint
eru þær taldar tilkomnar að þær eru ekki leiddar til sætis meðal
bókmennta þjóðveldisins.
Einhvern tíma heyrði eg í útvarpi að minnst var á Sigurð
Vigfússon fornfræðing með votti af kímni, að mér fannst. Það
var sagt eitthvað á þá leið, að oftrú hans á íslendingasögum
hefði leitt til þess að liann hefði sífellt verið að leita að sönn-
unum fyrir áreiðanleik þeirra, en ekki haft erindi sem erfiði. —
En skyldi þá ekki hið gagnstæða geta gerst? Skyldi ekki fyrirfram
ákveðin ótrú á sannindi sagnanna líka geta villt af réttri leið?
Það hefur mér stundum orðið á að hugleiða og t.d. má vera að
merki um þetta hafi verið að finna í erindaflokki um Hrafnkel
Freysgoða, sem Jón Hnefill Aðalsteinsson flutti í útvarp fyrir
fáum árum. Á eg þar við rústir þær í Hrafnkelsdal, sem munn-
mæli sögðu vera þar sem staðið hefðu „goðahús Hrafnkels", en
tveir meðal okkar virtustu fræðimanna höfðu á sínum tíma, skil-
yrðislaust og án rannsóknar, afgreitt sem „gamlar beitarhúsa-
tættur“. Nýlega hafði svo verið grafið í tættur þessar og á þeim