Skírnir - 01.01.1979, Page 44
LÝÐUR BJÖRNSSON
Keykjavík - upphaf höfuðstaðar
Erindi á aðalfundi
Hins islenska bókmenntafélags
16. desember 1978
Haft hefur verið fyrir satt, að Ingólfur Arnarson frá Dalsfirði
í Firðafylki í Noregi hafi fyrstur norrænna manna numið land
á íslandi og byggt í Reykjavík. Þetta á að hafa gerzt um 870.
Fornrit herma, að Ingólfur hafi, áður en hann ákvað bústað
sinn, verið búinn að ferðast meðfram meginhluta suðurstrandar-
innar og þá væntanlega kannað land þar nokkuð.1 Staðarvalið
virðist síðar hafa vakið furðu, enda leggur skrásetjari Land-
námu þræli Ingólfs í munn hin kunnu orð, er Ijóst varð, að
Reykjavík varð fyrir valinu: „Til lítils fórum vér um góð héruð,
ef vér skulum byggja útnes þetta.“ Má ætla, að ummæli þessi
spegli viðhorf 12. og 13. aldar manna til bústaðarvalsins. Á síðari
árum hefur Benedikt Gíslason, fræðimaður frá Hofteigi, bent á,
að búsældarlegra hafi verið við Sund á landnámsöld en á Suður-
landsundirlendinu.2 Þetta er hárrétt athugað, enda hefur fiskur
verið þar á miði, fugl í eyjum, selur á skerjum og hafnarskilyrði
góð af náttúrunni. Auk þess er líklegt, að kjarrs hafi gætt minna
í seltunni úti við hafið, en allgróskumikið kjarr hlýtur að hafa
torveldað samgöngur um mikinn hluta Suðurlandsundirlendis-
ins á landnámsöld og hulið þar hin minni kennileiti. Lægðir og
harðbalar meðfram sjó hafa þá sennilega verið skógvana, og þá
líka malarkamburinn milli vogs þess, sem skerst inn úr Kolla-
firði austan Örfiriseyjar, og Reykjavíkurtjarnar. Birkikjarr hefur
þó hulið öll holt í nágrenni þessa staðar.3 Reki mun og hafa
verið til búdrýginda á Seltjarnarnesi, þótt margri góðri spýtu
liafi skolað út aftur aldirnar næstu fyrir landnám og aðrar fúnað
uppi á malarkambi líkt og á síðari öldum.
Ingólfur Arnarson sló að sögn Landnámu eign sinni á land-
svæðið milli Ölfusár og Hvalfjarðar. Hér er um svo víðáttumikið