Skírnir - 01.01.1979, Blaðsíða 45
SKÍRNIR REYKJAVÍK - UPPHAF HÖFUÐSTAÐAR 43
landsvæði að ræða, að einum bónda mundi nú veitast fullerfitt
að nýta það að gagni, þrátt fyrir alla tækni 20. aldar. Má því
geta nærri, hvernig landnemi, sem aðeins réði yfir tækni 9. aldar,
gat nálgazt það takmark, enda á Ingólfur að hafa brugðið á það
ráð að selja eða gefa hluta landnáms síns. Ætla má því, að það
hafi fljótlega skipzt milli allmargra eigenda. Björn Teitsson
sagnfræðingur telur líklegt, að í öndverðu hafi aðeins þrjár
jarðir verið í byggð á utanverðu Seltjarnarnesi, Nes við Seltjörn,
Reykjavík og Laugarnes.4 Tvær fyrsttöldu jarðirnar voru metnar
á 100 hundruð eða meira í sumum jarðabókum og fylltu því
stórmeistaraflokk íslenzkra jarða, en sem dæmi um aðrar jarðir
í þeim flokki mætti nefna Stafnes, Reykhóla í Barðastrandarsýslu
og Grund í Eyjafirði.®
Uppblástur fylgdi í kjölfar vaxandi byggðar og flest holt í
nágrenni Reykjavíkur voru orðin örfoka um 1500 að sögn dr.
Þorleifs Einarssonar.e Þrátt fyrir þetta virðist byggð hafa þétzt
í Seltjarnarneshreppi á tímabilinu 1200—1500. Má ætla, að íbú-
arnir hafi þá í auknum mæli lifað á sjávargagni, enda herðust
fiskveiðar mjög í vöxt á 14. og 15. öld. Landeigendur brugðu
þá á það ráð að leigja mönnum afmarkaða túnskák og heimila
þeim beit í óskiptu landi þeirrar jarðar, sem túnskákin hafði
tilheyrt. Með þessu tryggðu landeigendur sér aukinn vinnu-
kraft, enda livíldu ýmsar vinnukvaðir á ábúendum smábýla af
þessu tagi, t.d. skipsróður. Smábýli þessi nefndust hjáleigur.
Þrjár hjáleigur a.m.k. voru í landi Ness við Seltjörn 1397 og
um 1700 voru 8 hjáleigur í landi Reykjavíkur.7 Munu þær hafa
verið fleiri fyrrum.
Fiskur var mjög eftirsótt vörutegund í Evrópu á 14. öld og
næstu aldir á eftir. Talið er, að borgamyndun og föstuboð
kaþólsku kirkjunnar séu helztu orsakir þessa. Afleiðing varð sú,
að fiskverð liækkaði mikið eða því nær þrefaldaðist á árunum
1200—1550.8 Þetta ýtti undir fjársterka aðila að eignast útróðrar-
jarðir, og var kirkjan þar fremst í flokki.9 Sama þróun varð í
Seltjarnarneshreppi og annars staðar. Þannig átti Skálholtsstóll
höfuðbólið Nes og fjórar jarðir aðrar í hreppnum um siðaskipti.
Konungur þröngvaði síðan stólnum til að skipta á jörðum þess-
um og fleiri útróðrarjörðum í Kjalarnesþingi fyrir jarðir í land-