Skírnir - 01.01.1979, Page 46
44 LÝBUR BJÖRNSSON SKIRNIR
búnaðarhéruðum á árunum 1556 og 1563, og árið 1616 keypti
sami aðili meginhluta Reykjavíkur af erfingjum Narfa lögréttu-
manns Ormssonar. Útræði var stundað frá Reykjavík, en mikil-
vægi staðarins hafði og vaxið er hér var komið sögu vegna til-
komu verzlunar.10 Skal nú vikið lítilsháttar að því atriði og
fylgt ritgerð eftir Helga Þorláksson sagnfræðing.11
Getið er um siglingu á Elliðaár- og Leiruvog á þjóðveldistíma-
bilinu, og kaupstefnur og skipakomur virðast hafa verið tölu-
verðar við Þerney um 1400 og á 15. öld. Þá er getið um kauprein
í Gufunesi í skjali einu frá 1496, en þar verzluðu Viðeyjarmenn.
Verzlunar er fyrst getið í Hólmi árið 1521, en sá Hólmur kynni
að vera Grandahólmur vestan Örfiriseyjar. Á síðari hluta 15.
aldar og öndverðri 16. öld var mikil samkeppni milli Englend-
inga og Þjóðverja og virðist eðlilegt, að Hólmur hafi orðið
verzlunarstaður sem mótvægi við Hafnarfjörð í samkeppni kaup-
manna um verzlun við innanverðan Faxaflóa. Þjóðverjar höfðu
betur í samkeppninni og voru upp frá því leiðandi aðili í verzl-
un hérlendis, unz einokunarverzlunin var innleidd 1602. Árið
1608 var dönskum kaupmönnum boðið að rífa verzlunarhús
Þjóðverja. Konungur keypti Reykjavík árið 1616 eins og fyrr
var getið, en Örfirisey átti hann fyrir. Kemur því til álita, að
verzlunin hafi verið flutt úr Grandahólmi til Örfiriseyjar á ár-
unum 1608—1616, enda gat sú ráðstöfun losað kaupmenn við
að greiða lóðartolla. Reykjavík átti Grandahólm hálfan. Verzl-
unin í Örfirisey nefndist síðar Hólmsverzlun.
Fiskgengd virðist hafa verið mikil í Faxaflóa á tímabilinu
1640—1687. Kaupmenn sigldu á hafnir við norðurströnd flóans
talsverðan hluta þessa tímabils, t.d. Eyri í Hvalfirði og Straum-
fjörð, en verzlun þar lagðist af um 1680 vegna atburða erlendis,
dauðsfalls í röðum kaupmanna og fjárglæfra. Beindist þá verzl-
un íbúa Borgarfjarðar- og Mýrasýslu til Reykjavíkur, sem þá
lá bezt við samgöngum þaðan af verzlunarstöðunum. Styrkti
þetta stöðu Reykjavíkur. Það styrkti og stöðu Reykjavíkur, að
mönnum var a.m.k. þegar um 1700 gert að flytja konungsgjöld
ásamt fálkum og laxi konungs þangað. Lax konungs var veiddur
í Elliðaám. Áður hafði þessi varningur verið fluttur með skipum
Bessastaðamanna, en þau sigldu á Seiluna við Bessastaði. Sú