Skírnir - 01.01.1979, Page 47
SKÍRNIR REYKJAVÍK - UPPHAF HÖFUÐSTAÐAR 45
höfn lagðist af, er kaupmenn hófu að taka konungstekjur á
leigu 1695.
Hafnarfjörður var mikilvæg verzlunarhöfn mikinn hluta 17.
aldar, enda jafnframt varahöfn fyrir Eyrarbakka og Grindavík.
Hafnarskilyrði voru góð í Hafnarfirði frá náttúrunnar hendi,
en slæm á hinum stöðunum. Fór og svo, að sigling til Grinda-
víkur hætti um 1640, og viðskipti þeirra, sem þangað höfðu sótt,
beindust til Hafnarfjarðar. Landinu var skipt í kaupsvæði árið
1662, og varð kaupsvæði Hafnarfjarðar lítið. Sigling til Grinda-
víkur hófst á nýjan leik 1664, og skerti þetta hlut Hafnarfjarðar.
Sami kaupmaður hélt þó bæði Grindavík og Hafnarfjörð ásamt
Eyrarbakka enn um hríð, en hann lét Grindavíkurverzlun at’
hendi 1684 og Eyrarbakkaverzlun 1692. Eftir það var verzlun í
Hafnarfirði um skeið einskorðuð við hið litla kaupsvæði staðar-
ins. Er því Ijóst, að Reykjavík var orðin helzti verzlunarstaður
við innanverðan Faxaflóa þegar fyrir 1700.
Kaupauðgisstefnan (merkantilismi) var ráðandi stefna í efna-
liagsmálum meginhluta 17. og 18. aldar. Talsmenn þessarar
stefnu lögðu áherzlu á mikilvægi iðnaðar og verzlunar. Báðar
þessar atvinnugreinar eiga meiri vaxtarmöguleika í þéttbýli en
strjálbýli. Efling þeirra stuðlaði því að þéttbýlismyndun, og þær
eru oft nefndar borgaralegar atvinnugreinar. Það virðist því eðli-
legt, að hugmyndir um stofnun borga á hinu borgalausa Islandi
taka að skjóta upp kollinum, er Islendingar og aðrir þeir, sem
báru hag landsins fyrir brjósti, kynntust kenningum í anda
þessarar stefnu.
Gísli Magnússon á Hlíðarenda, Vísi-Gísli (1621—1696), mun
vera sá af rithöfundum 17. aldar, sem orðið hefur hvað snortn-
astur af kaupskaparstefnunni. Hann lýsir í riti sínu Consignatio
Instituti seu Rationes þeirri skoðun sinni, að safna beri öllum
sveitarómögum í hverri sýslu saman á ákveðinn stað innan sýsl-
unnar, og skyldi tíundum úr umdæminu varið þeim til styrktar.
Fólki þessu skyldi kennd einhver handiðn. Hann telur víst, að
aðstandendur þess muni síðar setjast þarna að, og þar myndast
vísir að bæ. Auk þessa vill Gísli efna til einskonar höfuðstaðar
og skólaseturs fyrir aðalsmenn á Þingvöllum. Hann álítur, að
starfsmenn skólans muni setjast þar að og iðnaðarmenn fylgja