Skírnir - 01.01.1979, Blaðsíða 48
46 LÝÐUR BJÖRNSSON SKIRNIR
í kjölíar þeirra. Ljóst er, að báðar þessar liugmyndir hefðu
stuðlað að þéttbýlismyndun, ef að framkvæmd hefðu orðið.12
Næstur í röðinni er Arngrímur Þorkelsson Vídalín (um 1667—
1704), rektor og bróðir Jóns biskups. Hann lagði í riti sínu
Consilium de Islandia til að stofnaðar yrðu tvær kastalaborgir
á íslandi, önnur á Norðurlandi og hin á Suðurlandi. Setulið
skyldi vistað í borgum þessum til að halda uppi aga í landinu,
og erlendir iðnaðarmenn laðaðir til að setjast þar að og þeir
hvattir til að kvænast íslenzkum konum.13
Á 18. öld tóku þeir Páll lögmaður Vídalín (1667—1727), Jón
Eiríksson konferensráð (1728—1787) og Hans lögmaður Becker
(d. 1746) upp þráðinn. í ritinu Deo, regi, patriæ, sem Jón Eiríks-
son gaf út árið 1768, er stungið upp á því, að efnt skuli til
kaupstaðar á Mýrum og staðnum talið það til ágætis, að inn-
siglingin þangað sé svo slæm og vandrötuð, að það eitt mundi
nægja til varnar gegn ræningjum. Lagt er til, að 5 húkkortur
verði gerðar út frá kaupstaðnum og þar stundaður iðnaður og
jarðrækt. I bænum verði reist timburkirkja og þar starfi tveir
prestar, bæjarfótgeti og lögreglustjóri. Síðar verði götur kaup-
staðarins steinlagðar og þar reistir skólar. Loks er bent á, að
íþróttastarfsemi muni með tímanum eflast í kaupstaðnum, t.d.
skíðaferðir.
Jón kveður Pál Vídalín vera höfund þessa rits, en í raun og
veru mun hann sjálfur hafa ritað verulegan hluta þess en stuðzt
við drög eftir Pál. Telja verður a.m.k. líklegt að Páll sé höf-
undur hugmyndarinnar um kaupstað á Mýrum, enda var Jón
mikill stuðningsmaður Skúla landfógeta Magnússonar (1711—
1794) og nákunnugur tilraunum hans. Hefði Jón því að líkind-
um lagt til, að stofnað yrði til kaupstaðar í Reykjavík. Athuga-
semdin um innsiglinguna við Mýrar og varnir staðarins er at-
hyglisverð, enda má ætla að hún eigi rætur að rekja til hins
landlæga ótta við nýja ránsferð sjóræningja frá Algier (Tyrkja).
Nokkru fyrir miðja öldina eða 1736 lagði Hans Becker til, að
kaupstaðir yrðu stofnaðir á eftirtöldum fimm stöðum: Hafnar-
firði, Grundarfirði, Isafirði, Akureyri og Reyðarfirði. Tíu timb-
urhús skyldu reist í hverjum kaupstað. Hafnarfjörður skyldi
vera höfuðstaður landsins og aðsetursstaður helztu embættis-