Skírnir - 01.01.1979, Síða 49
SKÍRNIR REYKJAVÍK - UPPHAF HÖFUÐSTAÐAR 47
raanna sunnanlands, en norðlenzkir embættismenn áttu að búa
d Akureyri.14
Af þessu er Ijóst, að fyrir 1750 hafði ekki komið fram tillaga
um myndun þéttbýlissvæðis í Reykjavík, sem þó var leiðandi
verzlunarstaður við innanverðan Faxaflóa. Næstu ár lióf Skúli
fógeti ásamt flestum atkvæðamestu embættismönnum landsins
viðamikla tilraun til að efla hér hinar borgaralegu atvinnu-
greinar auk fiskveiða og landbúnaðar. Stofnuðu þeir fyrirtæki
í þessu skyni, og lilaut það nafnið Innréttingarnar. Saga þess
verður ekki sögð hér, heldur skal vikið að staðsetningu fyrir-
tækisins og áhrifum á næsta nágrenni.
Svo var ráð fyrir gert, að Innréttingarnar rækju ullariðnað,
útgerð, sútun, kaðlagerð o.fl. Ætla hefði mátt, að freistandi hefði
verið að staðsetja fyrirtæki, sem lagði svo mikla áherzlu á ullar-
iðnað, á Norðurlandi, en þar hefur sauðfjárrækt verið mikil frá
fornu fari. Á rnóti vó, að betri fiskimið voru fyrir Suðurlandi,
og útgerð átti að vera einn þátturinn í rekstrinum. Góð hafnar-
skilyrði frá náttúrunnar hendi hljóta því að hafa verið eitt
þeirra atriða, sem stofnendur Innréttinganna hafa liaft í huga
varðandi staðarval. Þeim mun og hafa verið ljóst, að hafís gat
teppt allar siglingar til Norðurlands, og mælti sú staðreynd gegn
staðsetningu fyrirtækisins þar.
Strandlengjan við austanverðan Faxaflóa hlaut með tilliti til
hráefnisöflunar að vera mjög álitlegt svæði fyrir fyrirtæki, sem
liugði á útgerð og ullariðnað. Hún liggur miðsvæðis milli
tveggja víðáttumestu láglendissvæða landsins, Borgarfjarðarhér-
aðs og Suðurlandsundirlendis, en sauðfjárrækt var mikil í báð-
um þessum héruðum á 18. öld. Góð fiskimið voru á Faxaflóa.
Auk þess höfðu byggðarlögin við innanverðan Faxaflóa þann
kost að þau lágu tiltölulega skammt frá Þingvöllum, en þar
hittust flestir hluthafanna ár hvert. Konungur átti margt jarða
við innanverðan Faxaflóa, en hluthafar í Innréttingunum gátu
gert sér vonir um að losna við að greiða leigu ef þeir staðsettu
fyrirtækið á konungsjörð, og jafnvel að fá jörðina gefins. Fór
og svo, að þeir báðu konung um að gefa fyrirtækinu jarðirnar
Hvaleyri, Reykjavík og Örfirisey, og varð hann við þeirri bón
með konungsúrskurði dagsettum 4. janúar 1752.15 Allir þessir