Skírnir - 01.01.1979, Page 50
SKÍRNIR
48 LÝÐUR BJÖRNSSON
staðir voru prýddir framangreindum kostum og góðri höfn frá
náttúrunnar hendi að auki. Eignarhald á Örfirisey gat að auki
gefið fyrirtækinu visst tangarhald á Hólmskaupmanni, sem þar
rak verzlun sína, en ekkert skjal bendir til, að forsvarsmenn
Innréttinganna hafi haft það í huga, er þeir fóru fram á að fá
jörðina.
Svo fór, að Innréttingunum var valinn staður í Reykjavík,
og gerir Skúli fógeti grein fyrir viðhorfi sínu til þess máls í ódag-
settu skjali. Hann telur Seltjarnarnes, sem hann nefnir reyndar
Saltenes, heppilegasta svæðið til að staðsetja fyrirtækið á, eink-
um Reykjavík eða Skildinganes. Seltjarnarnes liggi mitt á rnilli
tveggja góðra hafna, Hólms (Örfiriseyjar) og Seilu, og liggi vel
við fiskveiðum. Þófaramyllu megi reisa við Elliðaár eða í Laug-
arnesi, og útgerðin geti haft miðstöð sína í Örfirisey, en þar hagi
svo til, að bátum verði auðveldlega hrundið á flot og þeir settir
upp. Mismunur flóðs og fjöru sé að vísu mikill eða um 16 fet,
en botn sé fastur og sléttur. Eyjan liafi ennfremur þann kost að
vera umflotin sjó um flóð og varðgæzla sé aðeins nauðsynleg á
einum stað, sem viti móti landi. Skúli er lítið lirifinn af Hafnar-
firði sem aðsetursstað fyrir Innréttingarnar, kveður veginn þang-
að slæman og þar engan mó að hafa. Eldsneyti, hafnarskilyrði,
samgöngur og vatn hafa því ráðið úrslitum um staðarvalið, og
er það að vonum. Fyrrnefnt skjal lilýtur að vera frá árunum
1750—1751, enda geymir það tillögur til laga fyrir Innrétting-
arnar og rekstraráætlun fyrir slíkt fyrirtæki ásamt skýringum.16
Forsvarsmenn Innréttinganna fóru ekki fram á að fá Skild-
inganes, sem var konungsjörð eins og hinar þrjár, enda mun
höfn þar lakari en við Reykjavík og Örfirisey og staðurinn ligg-
ur lengra frá Elliðaám og Laugarnesi. Athugasemdin um varð-
gæzlu í Örfirisey er athyglisverð og bendir til þess að Skúli hafi
óttazt þjófnað af fiskbirgðum eða úr verzluninni. Annars bar
liann varnir Reykjavíkur talsvert fyrir brjósti og bendir t.d. í
lýsingu sinni á Gullbringu- og Kjósarsýslu frá árunum 1782—
1784 á, að lítið virki í Engey mundi nægja til að loka báðum
innsiglingunum á höfnina, en önnur þeirra er milli Örfiriseyjar
og Engeyjar og hin milli Engeyjar og Viðeyjar.17
Árið 1703 áttu 69 manns lieima í Reykjavík að hjáleigum með-