Skírnir - 01.01.1979, Page 51
SKÍRNIR REYKJAVÍK - UPPHAF HÖFUÐSTAÐAR 49
töldum, en um 180 manns bjuggu á sama svæði árið 1787. Aukn-
inguna má vafalítið rekja að verulegu leyti til Innréttinganna,
þótt blómaskeið fyrirtækisins hafi verið liðið, enda voru aðeins
34 menn í þjónustu þess árið 1780. Mun fleiri unnu hjá fyrir-
tækinu um 1760, jafnvel um 100 manns samtímis, en á árunum
1767—1773 var samtals 53 starfsmönnum sagt upp. Af vitnis-
burði um hag þessa fólks, dagsettum 6. marz 1773, er ljóst að
fjórðungur þess bjó þá enn í Reykjavík, flestir við sárustu fá-
tækt að sögn. Nokkur hluti þess var fjölskyldufólk.18
Fæstir starfsmanna Innréttinganna höfðu grasnyt. Frá fornu
fari höfðu bændur haft mikla vantrú á fólki, sem framfleytti sér
og sínum án grasnytja. Slíkt fólk var nefnt þurrabúðarmenn
eða tómthúsmenn, en talsverð tómthúsmannahverfi hafa öldum
saman verið í grennd við helztu verstöðvar, t.d. á Suðurnesjum
og undir Jökli. Þorri bænda hafði horn í síðu tómthúsmanna, og
mun ein orsök þess hafa verið ótti við, að tómthúsmenn og fjöl-
skyldur þeirra færu á vergang á aflaleysisárum. Hitt gleymdist,
að verstöðvarnar og tómthúsahverfin voru helzta athvarf þeirra
bænda, sem flosnuðu upp, er harðindi geisuðu til landsins. Auk
þessa munu bændur hafa óttazt, að vinnuafl kynni að drag-
ast að sjávarsíðunni, ef ekki væru reistar skorður við tómthús-
mennsku, svo sem ráða má af skjölum frá 15. öld, t.d. bréfi frá
íslendingum til konungs, dagsettu 4. júlí 1480.19 Slíkt hefði og
valdið samkeppni um vinnuafl og kaupgjaldshækkun. Þetta við-
horf átti sinn þátt í því, að hér mynduðust aðeins fámenn þurra-
búðarhverfi, en ekki þorp eða borgir.
Eðlilegt virðist, ef þetta er haft í huga, að íbúar Seltjarnar-
neslirepps hafi litið hið nýja tómthúsmannahverfi í Reykjavík
nokkru hornauga. Þetta átti líka eftir að koma á daginn og að
vonum mest eftir að Innréttingunum tók að hnigna laust fyrir
1770. í kvörtunarbréfi20 frá starfsmönnum fyrirtækisins til
Landsnefndar fyrri, dagsettu 2. maí 1771, kemur fram, að íbúar
annarra hreppshluta báru að minni fátækratíund væri goldin af
Reykjavík eftir að jörðin komst í eigu Innréttinganna en áður
var og lausaleiksbörn starfsfólks við fyrirtækið yllu auknum
sveitþyngslum. Auk þess kæmi minna magn innfluttrar mat-
vöru í hlut hvers hreppsbúa en áður og líferni Reykvíkinga
4