Skírnir - 01.01.1979, Page 52
50 LÝÐUR BJÖRNSSON SKÍRNIR
væri með þeim hætti að það yki umsvif hreppstjóra að mun,
enda hóti þeir að fara fram á að mega leggja toll á sjómenn
í hreppnum, þrjá fiska á hvert hundrað, sem barst á land. Hrepp-
stjórar munu hafa litið á toll þennan sem kaupuppbót vegna
aukinna umsvifa, og er hann hliðstæða manntalsfisks og sætis-
fisks, en þeir tollar tíðkuðust um Suðurnes og undir Jökli.
Manntalsfiskur rann til sýslumanna og var réttlættur með því,
að tilvist vermanna ylli auknum embættisumsvifum lijá sýslu-
mönnum, en sætisfiskur rann til kirkna, enda þurftu kirkju-
byggingar við verstöðvar að rúma fleiri kirkjugesti en sóknar-
börnin. Sætisfiskur var 1% afla, en manntalsfiskur 5—7%, mis-
munandi eftir umdæmum.21 Tekið skal fram, að hreppstjórar
í Seltjarnarneshreppi munu ekki hafa framkvæmt fyrrnefnda
hótun.
Starfsmenn Innréttinganna ræða fyrrnefnd ákæruatriði í bréfi
sínu frá 1771 og bera hönd fyrir höfuð sér. Þeir samþykkja að
vísu að rninni innflutt matvara komi í hlut hreppsbúa en áður,
enda hafi aðeins eitt kaupskip komið í Hólm árlega um nokk-
urra ára skeið í stað tveggja áður. Hér sé því við kaupmenn að
sakast, en ekki Reykvíkinga, og lögð er áherzla á, að sigling verði
aukin að nýju. Bréfritarar sýna fram á með tölum, að ekki hafi
verið greidd hærri tíund af Reykjavík fyrir daga Innrétting-
anna en var um 1770, og þeir staðhæfa að aðeins eitt lausaleiks-
barn starfsfólks hafi lent á hreppnum, en faðir þess hafi hlaupizt
á brott. Önnur útgjöld hreppsins vegna íbúa Reykjavíkurhverfis
á árinu 1771 hafi aðeins verið 1 rd. framlag eða um einn fimmti
hluti kýrverðs, sem skiptist á milli tveggja kvenna, og sé þetta
í fyrsta skipti, sem starfsfólk Innréttinganna fái sveitarstyrk.
Bréfritarar lýsa þeirri skoðun sinni, að hreppstjórar séu mak-
legir nokkurra launa fyrir umsvif sín, en tollur sá, sem þeir hóti
að óska eftir, verði að teljast of hár.
Bréf þetta er undirritað af 14 iðnaðarmönnum, sem unnu við
Innréttingarnar. Nú er torvelt að ganga úr skugga um réttmæti
áburðarins á Reykvíkinga á umræddu tímabili og meta vörn
þeirra, enda hafa lireppsbækur Seltjarnarneshrepps frá árunum
fyrir 1770 ekki varðveitzt og sama máli gegnir um prestsþjónustu-
bók Reykjavíkurprestakalls. Varðar þetta einkum tíundargreiðsl-