Skírnir - 01.01.1979, Page 53
SKÍRNIR REYKJAVÍK - UPPHAF HÖFUÐSTAÐAR 51
ur og sveitarstyrki. Aðrar heimildir gætu bent til þess, að nokk-
urt los hafi gert vart við sig í Reykjavík á árunum 1750—1770
og kynni sá bæjarbragur að hafa komið nokkru lauslætis- og
slarkorði á íbúana. Af Dóma- og þingbók Gullbringu- og Kjósar-
sýslu má sjá, að báðir aðilar að fjórum barnsfaðernismálum
á tímabilinu 1763—1775 af tólf í umdæminu voru búsettir í
Reykjavík og er það mjög liátt hlutfall miðað við íbúafjölda.22
Hlutfall Skildinganess var þó mun hærra, enda komu þar tvö
slík mál upp á fyrrnefndu tímabili, en ekki er öruggt, að báðir
málsaðilar hafi verið þar heimilisfastir. Barnsfaðernismál þessi
risu yfirleitt vegna þess, að maður sá, sem konan lýsti föður að
barni sínu, neitaði faðerni eða konan reyndi að leyna þunga og
fyrirfara síðan barninu (dulsmál). Óskilgetin börn geta því hafa
verið fleiri en ráða má af fyrrnefndum málafjölda, ef faðir hefur
gengizt við barninu undanbragðalaust. Aðeins eitt dulsmál kom
upp í Kjalarnesþingi á fyrrnefndu tímabili og það utan Reykja-
víkur. Barnsmóðirin hélt ætíð fram í réttarhöldunum, að barnið
liefði fæðzt andvana og reyndist ókleift að vefengja þann fram-
burð. Hún var eigi að síður dæmd til dauða og á konungs náð.
Konungur úrsktirðaði, að liún skyldi halda lífi, ef hún ynni eið
að framburði sínum, hvað hún gerði. Eitt málið úr Reykjavík
er að því leyti frábrugðið hinum að annar málsaðilinn, M.
Vesten litari, neitaði því ekki, að hann hefði haft þau samskipti
við hinn málsaðilann, Guðrúnu Ólafsdóttur, sem leitt gætu til
barnsgetnaðar, en krafðist þess af henni, að hún særi fyrir að
hafa haft slík samskipti við aðra karlmenn um svipað leyti, og
varð Guðrún við þeirri kröfu. Kynsjúkdómafaraldur sá, sem
geisaði í Reykjavík 1756—1759, kann að hafa átt sinn þátt í að
koma lauslætisorði á Reykvíkinga, enda kunna menn að hafa
rakið útbreiðslu hans til einnar orsakar aðeins. Ólafur Steplien-
sen, síðar stiftamtmaður, staðhæfir í greinargerð, dagsettri 12.
desember 1760, að rúmlega tuttugu menn hafi látizt úr sjúkdómi
þessurn, og hafi margir þeirra verið iðnmenntaðir.23 Mun láta
nærri, að það samsvari 1/7—1/6 hluta allra íbúa Reykjavíkur-
hverfis þá.
Tekið skal fram, að barnsfaðernismál voru þá útkljáð með því
að dæma öðrum hvorum málsaðila eið, og fór það eftir því, hve