Skírnir - 01.01.1979, Page 55
53
SKÍRNIR REYKJAVÍK - UPPHAF HÖFUÐSTAÐAR
að orðrómur hafi verið á kreiki í bænum þess efnis, að Ingi-
björgu Bessadóttur hafi verið vísað úr vinnu í Hlíðarhúsum fyrir
hnupl, en ekki sannaðist þetta.25
Þorkell gat ekki sannað þjófnað á Ingibjörgu Bessadóttur, en
raunveruleg þjófnaðarmál kornu upp í Reykjavík á árunum
1763—1775 og það fleiri en eitt. Árið 1766 brauzt Einar Jónsson,
starfsmaður við Innréttingarnar, inn í pakkhús fyrirtækisins og
stal þaðan talsverðu magni af smjöri. Hann neytti hluta smjörs-
ins eða gaf samstarfsfólki sínu klípu, einkum konurn að kvöld-
lagi, en afganginn kvaðst liann ýmist hafa selt mönnum búsett-
um í hreppnum en utan Reykjavíkurhverfisins eða fengið þá til
að geyma hluta þýfisins. Menn þessir drógust því inn í málið.
Má nærri geta, að atburður sem þessi hafi ekki aukið á vinsældir
íbúa Reykjavíkur í hreppnum, og það þótt réttarrannsóknin
hafi sýknað ýmsa af áburði Einars.26
Innréttingarnar höfðu fjölmennara starfsliði á að skipa en vel-
flestir aðrir vinnuveitendur á íslandi í þann tíð. Samskipti
starfsfólks og forstöðumanna fyrirtækisins hafa því orðið óper-
sónulegri en víðast tíðkaðist, enda verður sú oft raunin á, ef
fjöldi starfsmanna fer fram úr ákveðnu marki. Hér verður ekki
fjallað nánar um þetta efni, enda hefur verið vikið að því á
öðrum stað og vísast til þess.27
Starfsmenn Innréttinganna staðhæfa í fyrrnefndu bréfi 2. maí
1771, að fyrirtækið hafi komið fleirum en Reykvíkingum að
gagni. Ibúar nágrennisins hafi oft fengið þar vinnu, þegar vinna
féll til, og aðstoð í harðindum, bæði mat og peninga. Við stofn-
un fyrirtækisins hafi myndazt markaður fyrir ýmsar afurðir
sveitafólks, jafnvel Norðlendinga, sem það hafi hagnýtt sér. Sem
dæmi um afurðir þessar er nefnt smjör, nautgripir, hestar, band
og vaðmál, lýsi, sýra, sundmagar, fífa, beizli, tóg og áhöld. Þetta
er vafalaust rétt, en hefur ekki nægt til að lægja óánægjuraddir
um minni tíund og vaxandi sveitþyngsli. Auk þess mun fyrir-
tækið hafa keypt mest inn af vörum á blómaskeiðinu, en því var
lokið um 1770. Þá var þar og mesta vinnu að hafa. Til skýringar
skal þess getið, að feitin úr sundmögunum var notuð til að
mýkja ullina fyrir vinnslu og fífan í kveiki.
Hér hefur verið brugðið upp mynd af bæjarlífi í Reykjavík