Skírnir - 01.01.1979, Side 56
54 LÝÐUR BJÖRNSSON SKIRNXR
á árunum 1752—1773, en ýmsir lifnaðarhættir bæjarbúa breytt-
ust lítið fyrr en talsvert var liðið á 19. öldina. Heimildir frá
tímabilinu 1773—1830 geyma gnótt vitnisburða um slark,28 enda
munu Reykvíkingar hafa átt auðveldara með að afla nauðsyn-
legra vínfanga eftir að verzlunin var flutt til bæjarins úr Örfiris-
ey 1780 og verzlunum tók að fjölga í bænum eftir 1787.29 Um
aldamótin 1800 var gerð tilraun til að koma á fót félagsstarfsemi
í bænum. Klúbbur að enskri fyrirmynd hafði verið stofnaður í
bænum þegar árið 1803 og tveir slíkir virðast hafa starfað hér
á árunum 1805—1806. Borgarar bæjarins hittust í klúbbum þess-
um 2—3 kvöld í viku, og þar voru haldnir nokkrir dansleikir á
hverjum vetri. Klúbbfundur samþykkti í janúarbyrjun 1817, að
gamanleikur skyldi færður upp á afmælisdegi konungs síðar í
sama mánuði, en ekki er tekið fram, hvaða leikrit skyldi sýnt.
Þetta gæti bent til, að klúbburinn hafi staðið að leiksýningum
þeim, sem með vissu áttu sér stað 1813 og 1815. í fyrra skiptið
var sýnt leikritið Jacob von Thyboe eftir Holberg í búningi
Sigurðar sýslumanns Péturssonar, og síðara árið var Hrólfur Sig-
urðar sýndur. Bjarni skáld Thorarensen virðist hafa verið eins
konar leikstjóri síðara árið, en bæði hann og Sigurður voru fé-
lagar í klúbbnum.30 Leikrit voru færð upp í Hólavallaskóla fyrir
aldamótin 1800, Hrólfur (Slaður og trúgirni) 1796 og Narfi 1799,
bæði eftir Sigurð Pétursson. Sveinn Pálsson getur þess í Ferða-
bók sinni, að danskir kaupmenn auki fúslega á gleðina á herra-
nótt Hólavallaskóla með söng og dansi, ef þeir kunni þessar
listir, en Sveinn var staddur á herranótt hinn 17. október 1791.31
Þrátt fyrir menningarviðleitni af framangreindu tagi var bæjar-
bragurinn um 1800 sumum ærinn þyrnir í augum, svo sem marka
má af eftirfarandi ummælum í ræðu, sem Árni Helgason stifts-
prófastur hélt við jarðarför Isleifs yfirdómara Einarssonar 1836:
ísleifur Einarsson kom hingað til Suðurlandsins á þeim árum, er ekki voru
falleg; þá var það haldið á sínum stöðum ósómi að tala íslenzku, þó íslenzkir
tnenn væru, það hét næstum því hið sama að vera íslenzkur og að vera villi-
dýr; þá predikuðu verzlunarmenn í sínum búðum — mér er það minnisstætt
frá mínum yngri árum — fyrir sjómönnum og húsmönnum, að öll kristin trú
væri diktaður hégómi, að Kristur hefði aldrei komið á þessa jörðu, og þar
fram eftir götunum.32