Skírnir - 01.01.1979, Side 59
SKÍRNIR REYKJAVÍK - UPPHAF HÖFUÐSTAÐAR 57
chais (1732—1799). Árið 1805 lét Johan Boye bjóða upp Bona-
partes dagbog i Egypten og að auki 32 hefti af Politisch journal
og 6 hefti af Engelske oppositions blade. Uppboðið fór fram dag-
ana 3.-4. október, en skömmu síðar eða 11,—12. október voru
aftur boðnar upp bækur, og meðal þeirra var Æuvre de Voltaire
(1694-1778).
Tilvist verka Voltaires og stjórnmálablaðanna kann að benda
til, að ummæli Árna Helgasonar um trúarlíf kaupmanna geymi
nokkurn sannleikskjarna. Þau benda þó fremur til þess, að
kaupmenn hafi haft einhver kynni af kenningum Pauls H. Hol-
bachs (1723—1789) baróns, lærisveins Voltaires. Ekki eru rit bar-
ónsins nefnd á uppboðsskjölum frá þessu tímabili, en kenningar
hans kunna eigi að síður að hafa verið viðraðar í einhverju
hinna pólitísku rita. Við bætist, að kaupmenn voru yfirleitt
danskir og verzlunarþjónar líka. Þeir hafa því vafalítið fylgzt
með blaðaskrifum í Danmörku svo sem kostur var, en þar var
ráðizt harkalega á stjórn og kirkju á síðasta tug 18. aldar og það
svo, að stjórnin takmarkaði prentfrelsi árið 1799. í blaði einu,
Politisk og physisk magazin, var t.d. komizt svo að orði um ein-
veldið (lauslega þýtt):
Hvað er sagan um allar einveldisstjórnir annað en hræðilegt málverk af
mannlegri eymd ... Öll völd, sem grundvallast á erfðum, eru harðstjórn eðli
sínu samkvæmt... Það að erfa völd er hið sama og að erfa þegnana, líkt og
sauðfé.39
Nafnið Politisch journal minnir á Politisch magazin, en hið
síðarnefnda kynni að hafa verið þýzkt. Hið síðarnefnda var þó
í eigu einhvers Reykvíkings, enda var það boðið upp 27. april
1830 (árgangurinn 1796). Framangreind sjónarmið kynnu að
hafa eignazt talsmenn í bænum, enda skýrði það hina hörkulegu
afstöðu, sem yfirvöld tóku gagnvart því uppátæki skólasveina
1798, er konungur sá, er þeir kusu á herranótt, lagði niður völd
í hátíðarlok og kvaðst framvegis ekki vilja vera meiri en þegn-
arnir. Þetta varð til þess, að herranótt var bönnuð.40 Útilokað
er og ekki, að hugmyndir af þessu tagi skýri að einhverjum
hluta tómlæti það, sem bæjarbúar sýndu við valdatöku Jörundar
hundadagakonungs 1809, og höfðu ýmsir þeirra þó heitið að
verja Danakonung með lífi sínu, góssi og blóði (borgaraeiðar).