Skírnir - 01.01.1979, Side 60
58 LÝÐUR BJÖRNSSON SKÍRNIR
Þess skal getið til gamans, að í tveimur ódagsettum uppboðs-
skjölum frá því um 1830 kemur fram, að J. Hallgrímsson keypti
Tullinskvæði á öðru þessara uppboða og adskillige trykte sager
á hinu.41 Vonandi hefur listaskáldið góða fengið þar eitthvað
við sitt hæfi. Þá má nefna, að Finnur Magnússon, fyrsti ritstjóri
Skírnis, keypti verk Voltaires á uppboðinu 1805.
Tvö opinber bókasöfn voru boðin upp á þessum árum. Hinn
4. september 1804 voru boðnar upp 56 bækur úr safni Hólavalla-
skóla, og 20. júlí 1818 voru boðnar upp allmargar bækur, lík-
lega úr safni Hins íslenzka bókasafns og lestrarfélags Suðurlands,
sem Magnús Stephensen o.fl. stofnuðu 1790. Þá komu á uppboð
bækur á borð við Emile og La nouvelle Heloise eftir Jean J.
Rousseau (1712—1778), National convention forelagt det franske
folk 1793 og Samling af franske republiquaners helte- og borger-
bedrifter. Sama ár hafði Daninn Carl C. Rafn frumkvæði að
stofnun stiftsbókasafns í Reykjavík, en það er fyrirrennari Lands-
bókasafnsins. Af uppboðsskjölum er ljóst, að stiftsbókasafnið lét
við og við á árunum 1820—1830 bjóða upp talsvert af bókum,
líklega tvítök.
Annar Dani, Rasmus Rask, hvatti til stofnunar útgáfufélags
á árunum 1814—1815. Skyldi það gefa út á íslenzku rit um þá
menntun og þekkingu, sem kappsamlega væri iðkuð erlendis, en
gefið er í skyn, að íslendingar hafi dregizt mjög aftur úr á ýms-
um sviðum kunsta og vísinda. Stofnun Hins íslenzka bókmennta-
félags var árangur þessa starfs. Kaupmannahafnardeild félagsins
var formlega stofnuð 13. apríl 1816 og Reykjavíkurdeildin 1.
ágúst s. á., hvort sem stofnfundur hennar hefur nú farið fram að
Austurstræti 4 eða í klúbbhúsi Scheels við Suðurgötu. Árni
Helgason var fyrsti forseti Reykjavíkurdeildar, sá liinn sanii og
hvað mest áfelldist kaupmenn og að framan getur.42
Fram hefur komið, að nokkurrar þéttbýlismyndunar gætti í
Reykjavík á síðari hluta 18. aldar, og það af öðru tagi en annars
staðar á landinu. Jafnhliða þessu átti sér stað önnur þróun, sem
líka styrkir stöðu Reykjavíkur. Skal nú vikið lítilsháttar að því
atriði.
Á fyrri öldum bjuggu æðstu embættismenn konungs á Bessa-
stöðum. Skúla fógeta þótti of þröngt um sig þar, og því fór hann