Skírnir - 01.01.1979, Síða 61
SKÍRNIR REYKJAVÍK - UPPHAF HÖFUÐSTAÐAR 59
fram á að fá Viðey til ábúðar. Konungur varð við þeinr tilmæl-
um, og lét stjórnin reisa vandaðan landfógetabústað í Viðey
á árunum 1752—1754. Landlæknisembætti var stofnað árið 1760,
og embættisbústaður reistur yfir landlækni á árunum 1761—1765
að Nesi við Seltjörn. Nýr embættisbústaður fyrir amtmann var
reistur að Bessastöðum á árunum 1760—1765.43 Allir þessir staðir
eru í næsta nágrenni við Reykjavík, sem því varð samgöngu-
miðstöð og liöfn fyrir þessi embætti, einkum eftir að verzlunin
var flutt til Reykjavíkur úr Örfirisey 1780. Nábýli var mikill
kostur fyrir æðstu embættismenn landsins, enda þurftu þeir að
hafa margvísleg samskipti. Mun þetta orsök þess, að bæði bisk-
upsstóll og skóli voru fluttir til Reykjavíkur eða nágrennis, er
hinir fornu biskupsstólar voru lagðir niður. Fyrrnefndir emb-
ættisbústaðir voru reisuleg hús og kostuðu mikið fé. Stjórninni
mun því hafa verið umhugað um, að þeir væru nýttir, og bygg-
ingarkostnaður vegna nýrra embættisbústaða hefði einn út af
fyrir sig verið nægileg hindrun í vegi þess að flytja fyrrnefnd
háembætti frá Reykjavíkursvæðinu næstu áratugi. Má því segja,
að staða höfuðborgarsvæðisins sem aðsetur æðstu stjórnar á ís-
landi hafi verið orðin vel tryggð fyrir lok 18. aldar. Miðstöð
þess svæðis var í Reykjavík.
Ein þeirra stofnana, sem komið var á fót í Reykjavík á ofan-
verðri 18. öld, var tukthúsið á Arnarhóli. Forsaga þess máls er
sú, að Henrik Ocksen, sem var stiftamtmaður yfir Islandi 1730
— 1750, hreyfði árið 1734 þeirri hugmynd, að rétt væri að reisa
hér tukthús og bauð amtmanni að ræða málið við sýslumenn.
Amtmaður var þessu mótsnúinn og sama máli gegndi um lög-
menn og sýslumenn, en þessir aðilar töldu allir, að kostnaður-
inn vegna starfrækslu slíkrar stofnunar yrði landinu ofvaxinn.
Forstöðumenn Innréttinganna tóku málið upp við stjórnvöld
árið 1753. Um skeið höfðu þeir áhuga á, að slíkri stofnun yrði
komið á fót á Búðum á Snæfellsnesi, enda væri staðurinn í
grennd við kaupstað og verstöðvar. Síðar breyttu þeir um skoð-
un og hinn 22. ágúst 1760 ritaði Magnús amtmaður Gíslason
Otto Rantzau stiftamtmanni og lagði til, að tukthúsið yrði reist
á Arnarhóli, enda fylgi jörðinni uppsátur og útræði. Magnús
tekur fram, að þeir Skúli fógeti hafi rætt málið og séu sammála