Skírnir - 01.01.1979, Síða 62
60 LÝÐUR BJÖRNSSON SKÍRNIR
um þessa lausn. Er vart að efa, að þessir tveir aðalforustumenn
Innréttinganna liafa sannfærzt um, að tukthúsið varð að vera
mjög nærri Reykjavík, ef vinna fanganna átti að koma að til-
ætluðum notum fyrir fyrirtækið, en sú hafði verið ætlunin. Varð
þetta að ráði. Tukthúsið var reist á Arnarhóli á árunum 1761—
1771, en farið var að vista fanga þar alllöngu fyrr.44
Magnús amtmaður lætur að því liggja í bréfi, dagsettu 27.
september 1757, að ýmsir afbrotamenn á 18. öld hafi fagnað því
að vera dæmdir í hegningarvinnu og talið sig öðlast örugga
framfærslu með þessum hætti, enda gleðji slíkir dómar margan
þjófinn.45 Umsögn Magnúsar lýtur að refsivist á Brimarhólmi
og öðrum hliðstæðum stofnunum í Danmörku, sem hér voru lítt
þekktar í raun, en ekki er víst, að viðhorf brotamanna til tukt-
hússins á Arnarhóli hafi verið svipað. Það var að vísu furðu-
nýtízkulegt um sumt. Fangarnir voru ráðnir í vinnu hjá bænd-
um og öðrum vinnuveitendum í nágrenninu og komu því stund-
um ekki vikum saman í tukthúsið. Karlmenn voru einkum ráðn-
ir í ver eða að Bessastöðum eða Viðey, en þeir virðast og hafa
unnið við uppskipun og við að taka grafir og við kúagæzlu. Gert
var út frá tukthúsinu, og voru bátarnir mannaðir föngum, jafnt
formaður sem hásetar. Kvenfangar voru oft ráðnir í vist, en þá
kom fyrir, að einhver á heimilinu og fanginn felldu hugi saman.
Árið 1787 sótti Þorvarður Ólafsson um náðun fyrir Guðrúnu
Jónsdóttur svo að hann gæti kvænzt henni, en þau höfðu kynnzt,
er hún var í vist utan tukthússins. Málinu var vísað til um-
sagnar yfirvalda. Levetzow stiftamtmaður tók af skarið og veitti
náðunina hinn 2. apríl 1787, og átta dögum síðar voru þau Guð-
rún og Þorvarður gefin saman í Reykjavíkurkirkju. Hann er þá
sagður vera 25 ára, en hún 23 ára. Þau virðast síðan hverfa brott
úr Reykjavík. Auk þessa unnu kvenfangar utan tukthússins við
spuna við Innréttingarnar.40
Hér liefur einkum verið dvalið við hinar bjartari hliðar. Á
móti kemur, að barsmíðar voru tíðar í tukthúsinu og a.m.k. í
eitt skipti beið fangi bana af þeirra völdum (Þorsteinn Einars-
son 1808). Þetta kann þó að hafa vakið litla athygli. Fangaverðir
kvarta og um, að ýmsir fanganna séu svo harðgerir, að refsing
með kaðli bíti ekki á þá. Verra til afspurnar hlýtur að hafa