Skírnir - 01.01.1979, Side 66
LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON
Hvers yegna yar Jón Sigurðsson
ekki á þjóðhátíðinni 1874?
i
Oft HEFUR þeirri spurn verið varpað fram jafnt í ræðu sem riti,
hvernig á því gat staðið, að Jón Sigurðsson forseti var ekki meðal
gesta á þjóðhátíðinni 1874. Ef grannt er kannað, sem um Jón
hefur verið skrifað og flokka má undir ævisögu hans, æviágrip
eða frásögn af þjóðhátíðinni, verður þess ekki vart, að þeirri
spurningu sé reynt að svara. Vert er að huga að, hvernig höf-
undar hliðra sér hjá að víkja að fjarveru hans eða hvernig þeir
fjalla um hana, ef þeir á annað borð geta hennar.
Eiríkur Briem prófessor varð fyrstur til að semja æviágrip
Jóns Sigurðssonar að honum látnum. Ritgerð sú birtist í And-
vara 1880. Þar er í stuttu máli dregið saman mikið efni, haglega
og á skilmerkan hátt reynt að halda til haga því, sem einkum
einkenndi ævi og störf Jóns. Á þjóðliátíðarfundinn á Þing-
völlum 1874 er aðeins drepið örfáum orðum, en þess að engu
getið, hvers vegna Jón var ekki þar.1
Meginefni Skírnis 1911 var helgað minningu aldarafmælis
Jóns, en hvergi er þar vikið að því, hvers vegna hann sat um
kyrrt heima sumarið 1874.
Páli Eggert Ólasyni farast þannig orð, þegar hann víkur að
fjarveru Jóns á þjóðhátíðinni:
Þótti mörgum það óviðurkvæmilegt, að Jóni hafði ekki verið boðið sérstak-
lega á þjóðhátíðina. Má vera, að sumir landsmanna hans hafi eigi hugað að
því að safna fé saman og hafa hann að heiðursgesti, með því að þeir hafi ætl-
að, að rúm myndi honum hugað í skipum konungs. Hvergi verður séð, livað
Jóni hafi sjálfum fundist um þetta. En vart mun honum þó hafa fallið það
þungt. Hann hafði þá þegar, má segja, hafið nýja baráttu til umbóta á
stjórnarskránni og stjórntengslum landsins við Danmörk, leit heldur smám
augum á þessar „náðargjafir" stjórnarinnar ... og gat vart hugsað sér í alia
þá halarófu lofsyngjandi skrumara og skjallara, er þar létu hæst.2