Skírnir - 01.01.1979, Síða 67
SKÍRNIR JÓN SIGURÐSSON OG ÞJÓÐHAtÍÐIN 65
Þessi umsögn Páls Eggerts er vafalaust rétt, en við skýringu
lians má ýmsu bæta. Þar sem hann getur þess, að Jón hafi þá
þegar byrjað nýja baráttu til umbóta á stjórnarskránni, á hann
við ritgerð þá, sem Jón hóf að semja snemma árs 1874 og síðar
verður getið.
Árið 1958 kom út ritið „Þjóðhátíðin 1874“ eftir Brynleif
Tobíasson. Þar er þannig fjallað um fjarveru Jóns:
Skugga eigi lítinn lagði á þjóðhátíð íslendinga á Þingvelli af því, að þar
var fjarri sá maður, er mest og lengst allra þálifandi íslendinga og núlifandi
hafði barist fyrir þjóðernis- og sjálfsstjórnarkröfum þeirra. Þessi maður var
Jón alþingismaður Sigurðsson í Kaupmannahöfn. ... Vér, sem nú lifum,
furðum oss á því, að hann skyldi ekki vera höfuðsmaður og heiðursgestur
þjóðar vorrar á þúsund ára afmæli hennar x landinu. Þeir voru líka margir
1874, sem voru sammála oss, sem nú lifum, i þessu efni og þess vegna fannst
þeim eins og oss, að skugga bæri á hátiðahöldin af þessum sökum.3
Fleiri eru ekki orð Brynleifs Tobíassonar um þetta efni.
Einar Laxness cand. mag. birti í Skírni 1961 alllanga ritgerð,
sem hann nefnir „Jón Sigurðsson 1811 — 17. júní — 1961“. Hún
er því samin í tilefni af 150 ára afmæli Jóns og er eins konar
æviágrip hans. Einar víkur þannig í ritgerð sinni að Jóni og
þjóðhátíðinni:
Ef hans leiðsagnar (þ.e. Jóns) hefði ekki notið við, má tvímælis orka, hvort
þeim áfanga hefði verið náð, sem við blasti 1874. Fyrir þær sakir getur það
ekki talist annað en til vansæmdar íslendingum, að þeir skyldu ekki bjóða
Jóni til þjóðhátíðarinnar á Þingvelli, er konungur afhenti þar stjórnarskrána
formlega. Þar átti hann vitaskuld að vera fulltrúi þjóðarinnar gagnvart kon-
ungi öllum öðrum fremur.t
Engir af þeim mönnum, sem nú hafa verið greindir, reyna að
skýra hvers vegna Jón Sigurðsson kom ekki til íslands 1874. —
Markmið þessarar ritgerðar er tvenns konar. 1 fyrsta lagi að leiða
líkur að ástæðunni fyrir því, að Jón sat þá um kyrrt í Höfn, og
í annan máta að varpa ljósi á það skilyrði, sem Kristján kon-
ungur IX virðist liafa sett fyrir komu sinni á þjóðhátíðina og
hvernig Islendingar fullnægðu því. Ekki verður komist hjá að
draga langa nót að svörum við þessum spurningum, því að þau
felast að nokkru leyti í sögu, sem á sér baksvið.
5