Skírnir - 01.01.1979, Page 69
SKÍRNIR JÓN SIGURÐSSON OG ÞjÓÐHÁTÍÐIN 67
Hitt er og einnig víst, að okkur vantar mikið til að geta verið vissir um, að
við séum færir um að stjórna okkur sjálfir.c
Úr því enn var að vefjast fyrir Jóni tíu árum eftir Þjóðfund,
hvort Islendingar væru einfærir um að stjórna málum sínum,
má fara nærri um, hvort hann hafi ekki verið á báðum áttum
í þeim efnum, þegar liann var að draga saman endana á stjórn-
frelsiskröfum Þjóðfundarins.
Þrjú þingmál, sem Jón var við riðinn, liöfðu sérstöðu, en
það var stjórnarbótarmálið, verslunarfrelsið og fjárhagsmálið. —
Verslunarmálinu var komið heilu í höfn með verslunarlögunum,
sem tóku gildi 1. apríl 1855. — í ritinu Á slóðum Jóns Sigurðs-
sonar lief ég leitt líkur að því, að Jón hafi haft hug á að verða
fastur verslunarerindreki landsins. Ætlaði hann eindregnustu
stuðningsmönnum sínum á þingi að mæla fyrir því áformi 1855
og kom því ekki til þings það sumar. En þegar á átti að lierða,
treystu þeir sér ekki til að hreyfa beiðni Jóns og báru því við,
að ekki mundi fást meiri liluta fylgi fyrir henni7
Næstu árin eftir Þjóðfund kom stjórnarbótarmálið til kasta
Alþingis án þess að því skilaði fram á veg. Konungur fór mjög
vinsamlegum orðum um bæn Alþingis um stjórnarbót í kveðju
sinni til þess 1859. Hann kvað sér vera umhugað, að mál þetta
yrði sem haganlegast til lykta leitt, og þegar það kæmi til íhug-
unar mundu tillögur Alþingis verða teknar til greina svo sem
framast væri unnt. — Um þessa kveðju sagði Jón: „Þetta þótti
eigi kveikja litlar vonir.“8 — En í bráð sáust ekki merki þess, að
þær mundu rætast.
Þriðja höfuðmálið, sem Jón var mest við riðinn á þingmanns-
ferli sínum, var fjárhagsmálið. Hann þótti sjálfkjörinn í fjár-
hagsnefnd þá, sem stjórnin skipaði 20. sept. 1861, en í henni
voru þrír Danir og enn fremur Oddgeir Stephensen. Jón lagði
rnikla vinnu í lausn þessa máls og þekkti betur til þess en nokkur
annar. Ritgerðir hans langar og ljósar í Nýjum félagsritum bera
því gleggst vitni. Sem dærni um hvert orð fór af hagfræðikunn-
áttu Jóns má geta þess, að því var hreyft, að hann tæki við for-
stöðu hagstofu Dana.9
Áður en þing kom saman 1865 urðu konungaskipti í Dan-
mörku, Friðrik VII hafði látist og við hafði tekið sonur hans