Skírnir - 01.01.1979, Page 70
68 LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON SKIRNIR
Kristján IX. — Á Alþingi 1863 var samþykkt ávarp til konungs,
þar sem farið var fram á þjóðfund til þess að fjalla um fjárhags-
og stjórnarbótarmálið og að fundurinn hefði vald sem væri hann
löggjafarþing. Svar við þessari beiðni var fyrsta kveðja Kristjáns
IX til íslendinga, en hún birtist í auglýsingu hans til Alþingis
1865. Þar lýsir konungur því yfir, að honum sé umhugað um
stjórnarbótarmálið, en áður en því verði ráðið til lykta verði
að koma skipulagi á fjárhagsmálið og þess vegna sé Alþingi sent
lagafrumvarp um það.
III
Með Alþingi 1865 byrjar í raun mesti og afdrifaríkasti kafli í
stjórnmálasögu Jóns Sigurðssonar, og hann stóð linnulaust í 9
ár. Eins og konungur hafði ráðgert kom fram á Alþingi frum-
varp til laga um nýtt fyrirkomulag á fjárhagssambandinu milli
íslands og konungsríkisins. Þar virðist lævíslega hafa verið reynt
að ginna þingmenn til fylgis við sjónarmið danskra stjórnvalda
í fjárhagsmálinu. I þessu frumvarpi var svo kirfilega hrærður
grautur, að mjög vafðist fyrir þingmönnum, hvað í boði var.
Blandað var saman stjórnarmálinu og fjárliagsmálinu, skatt-
gjafavaldi því, sem Ríkisþingið liafði haft með órétti og laga-
laust um nokkur ár. Að síðustu var í frumvarpinu ákvörðun um
tillag úr ríkissjóði til Islendinga um nokkurra ára bil.
í fjárhagsnefndinni hafði Jón orðið viðskila við meðnefndar-
menn sína, vegna þess að hann gerði mun hærri fjárkröfur til
Dana en þeir. Svo skipaðist á Alþingi 1865, að nefnd sú, sem
fjalla átti um fjárhagsfrumvarpið, snerist öndverð gegn stefnu
Jóns, en í henni voru sumir atkvæðamestu fulltrúar þingsins,
sem lengst höfðu af eindrægni fylgt honum að málum. Fjár-
tillagið frá Dönum olli einkum ágreiningnum, en Jón taldi
fjarri lagi að lúta þeim kostum, sem væru í frumvarpinu eða
fallast á þær upphæðir, sem nefndarmenn töldu viðunandi. —
Þegar til afgreiðslu kom á tillögum um málið, naut stefna Jóns
meiri hluta, því að samþykkt var með 14 atkvæðum gegn 11 að
fella frumvarpið, eða með öðrum orðum ráða konungi frá að
staðfesta það. Annan eins sigur vann Jón Sigurðsson ekki á Al-
þingi, hvorki fyrr né síðar.