Skírnir - 01.01.1979, Page 74
72 LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON SKÍRNIR
að kveikirnir að áhrifamesta tundrinu áttu þar upptök sín. Þessi
stjórnmálaskóli — „Atgeirinn“ — hafði miklu meiri áhrif en
liingað til hefur verið ætlað. Af félögum hans urðu 12 þingmenn
og tveir ráðherrar.
Stjórnmálakennsla Jóns var víðtæk, byggð á mikilli reynslu
og þekkingu og vafalaust tæpitungulaus. Þjóðréttindasóknin átti
að verða með nýju sniði, vopn og verjur sem mest áður ókunnar,
eða a.m.k. áður óreyndar. En þó skyldi boðorðið fyrsta ætíð vera:
að standa á réttinum — á hinum sögulega rétti.
Þótt Atgeirshópurinn væri ekki stór, átti hann ættingja og
vini um allt land, margt atkvæða- og forsvarsmenn, og hann
sparaði ekki að koma til þeirra kveðjum. Þær bera þess merki,
að námið í stjórnmálaskóla Jóns var ekki unnið fyrir gýg. Mörg
bréf þeirra eru enn varðveitt og bera þess óræk vitni, að þar er
ekki úr því dregið að sannfæra menn um, að ýtrustu kröfur Jóns
Sigurðssonar væru ekki negatív stefna, eins og minnihlutamenn
í þinginu vildu halda að þjóðinni. Þeir nefndu hana einnig í
spaugi „bændastefnu". En meira skopskyn þurfti til en íslend-
ingum er eiginlegt, að menn gætu farið markavillt á því, hvað
væri íslensk stefna í reynd.
En Jón var af ýmsum hvorki talinn heill né hollur stjórnmála-
kennari. Jafnvel menn í æðstu stöðum, sem töldu sig meðal vina
hans, sögðu hann spilla íslensku stúdentunum með því að boða
þeim kenningar, sem væru Dönum í óþökk og þeir verðskulduðu
ekki. Og í bréfum þessara manna má sjá, að þeir biðja stúdenta
að hafa sem minnst samband við Jón.17 En hér tjóuðu engar
bænir, því að strax á fyrsta starfsári Geirunga, en svo voru At-
geirsmenn kallaðir, var til orðin „rauð fylking", bæði í Eföfn
og á íslandi.
Jón var ekki alltaf mildur í máli, þegar hann var að ræða við
Geirunga. Má t.d. marka það á þessum orðum hans:
Það er verst að kraftar okkar eru svo veilir... Þá er annað slæmt, að lantl-
ar vorir hafa ekki hörku til að komast í gegnum háskólalíf Dana og þó um
leið geyrna sinn þjóðlega blæ. Þeir annaðhvort gefast upp eða „demoraliser"-
ast. Þar með spila þeir sjálfir öllum embættum x hendurnar á Dönum eða
dönskum Islendingum og halda „Svineri“inu við.18