Skírnir - 01.01.1979, Side 75
SKÍRNIR JÓN SIGURÐSSON OG ÞJÓÐHÁTÍÐIN 73
Jón fagnaði róttækum tiltektum landa sinna, jafnvel stundum
þegar þær voru taldar stangast á við borgaralegt velsæmi. Hann
var síður en svo andvígur „afaryrðum“ Jóns Ólafssonar, sem m.a.
birtust í þessum alkunnu ljóðlínum íslendingabrags: „En þeir
fólar, sem frelsi vort svíkja/ og flýja í lið með níðingafans/ sem
af útlendum upphefð sér sníkja/ eru svívirða og pest föður-
lands.“ — Þegar Jón Sigurðsson hafði lesið íslendingabrag, varð
lionum að orði:
Hann er eins og eldibrandur væri rekinn í nefið á yfirvöldunum og á danska
flokkinum, en til þess að reka slíkan brand framan í þá, án þess að skemma,
þarf maður að vera sterkur. Annars held ég það væri nógu vænt að fá viðlíka
kvæði fleiri eins og íslendingabrag og prenta sér í lagi, t.d. í Björgvin, og ef
hann sendi hinsegin góð kvæði og hnyttileg þá tækjum við þau í Félagsritin,
en þau mega ekki vera svo berslcömmótt, heldur launheit.19
Hinir konungkjörnu þingmenn reyndu að spilla fyrir því, að
Þjóðvinafélagið kæmist úr burðarliðnum og að ritgerðir Geir-
unga fengjust birtar í íslenskum blöðum. Gísli Brynjólfsson ól
með sér framavonir meðal Dana og réðst því með heift í dönsk-
um blöðum á Jón og stjórnmálastefnu hans. En greinar Gísla
urðu aðeins til að efla hina rauðu fylkingu.
Naggið og nuddið við Dani hafði til þessa nær einungis farið
fram á dansk-íslenskum ritvelli. Það þótti eins og sjálfsagt að
skarða ekki þau landamæri. En einnig að þessu leyti skyldi verða
breyting og ekki um hirt, þótt Danir og dansklundaðir Mör-
landar fengju stæka skvettu úr koppi Islendinga. Upphófst nú,
einkum í norskum, en einnig þýskum, sænskum, enskum og
frönskum blöðurn svo til demba af ritgerðum um dönsk-íslensk
málefni. Aðallega var þar fjallað um þjóðréttindakröfur íslend-
inga og hversu Danir snerust gegn þeim. Með þessum hætti
komu íslendingar Dönum í opna skjöldu, og þar sem togstreitan
um hertogadæmin var enn í algleymingi, kom þetta sér heldur
illa fyrir þá.
Óvíst er, að Jóni hafi í annan tíma verið jafndillað og meðan
á ritgerðaregninu stóð 1872—1873. Fullvíst má telja, að af þeim
vopnaleik við Dani hefði sennilega aldrei orðið, ef „Atgeirinn"
hefði ekki verið stofnaður og félagar hans notið þjóðmála-
kennslu Jóns.