Skírnir - 01.01.1979, Side 76
74 LÚÐVÍK. KRISTJÁNSSON SKÍRNIR
Ekki lét hann undir höfuð leggjast að hafa samband við
latínuskólapilta og brýna þá og hvetja til þess að veita Þjóð-
vinafélaginu lið. Um það vottar t.d. bréf hans til Þórhalls Bjarn-
arsonar síðar biskups:
Við eigum að reyna að hjálpast að til að veita frain þeim lífsstraumi, sem
rennur undir niðri og vill fá framrás. Skólapiltar, sem ætti að vera fjörug-
astir, ætti fremstir í flokki að hvetja almennt til samtaka. . .20
Af fjölmörgum bréfum, sem varðveitt eru frá séra Valdimar
Briem,21 má sjá enn betur hversu Jón hefur reynt að hafa áhrif
á skólapilta og skorað á þá að efla samtök, sem vænlegt gagn
mætti hafa af. — Jón hefur einnig samband við prestaskólanema.
Og frá þeim berast mörg gleðileg tíðindi.
Illt auga hafa stiftsyfirvöldin á oss stúdentum og fundarhöldum vorum. Vér
heyrum út undan oss, að vér séum fanatískir gárungar og gjörum allt vit-
laust, vekjum óróa hjá landslýðnum. Það er alveg satt, að margir af oss, sem
annars skipta sér nokkuð af þess háttar, munu ekki gera sér far um að bæla
niður hreyfingarnar og þykjast ekki verri menn eftir en áður.22
Við erum að reyna að gera stúdentafélagið pólitískt, en það gengur hálf-
tregt, þó er náunginn heldur farinn að lifna.23
Og hver voru áhrifin af hvatningu Jóns til latínuskólapilt-
anna? Þau má marka af þessum orðum:
Ekki fer rauðleikur minnkandi hér meðal stúderandi flokksins, heldur vex
hann og eykst daglega, svo nú er varla svo vesæl rýja til i Latínuskólanum,
að hún sé eigi rauð.24
Það sem olli þessu pólitíska umróti var þrennt. í fyrsta lagi
bréfaskriftir Jóns, í öðru lagi, að nokkrir af Geirungum voru
komnir heim, og síðast en ekki síst, hversu byrlega blés í upp-
hafi fyrir Þjóðvinafélagsmönnum. Jóni hefur greinilega tekist
með athöfnum sínum árið 1872, ekki síst hinu pólitíska skóla-
starfi, að stofna til rauðrar athafnasamrar fylkingar með liinni
ungu kynslóð. Fyrir áhrif frá henni verður eins og vorleysing
í íslensku þjóðlífi, sem magnar menn og stælir.