Skírnir - 01.01.1979, Page 78
76 LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON SKIRNIR
Fundaliöld þessi bera með sér, að vakinn liefur verið meiri
áhugi manna á þjóðmálum en áður hafði tekist. Margt hefur
ýtt undir þá vakningu, en vafalaust gætir þar mest áhrifa Þjóð-
vinafélagsmanna.
Áður en vikið er að Þingvallafundinum 1873 er vert að geta
þess, að stundum var liaft á orði við Jón Sigurðsson, að hann
leitaði stuðnings hjá öðrum þjóðum í þráteflinu við Dani. En
þeirri ábendingu hafnaði hann alltaf. Hins vegar var hann mjög
þakklátur þeim erlendu mönnum, er með skrifum sínum studdu
málstað íslendinga. Má þar fyrst og síðast nefna Konráð Maurer
og enn fremur sérstaklega ýmsa Norðmenn, t.d. Björnstjerne
Björnson. En mikla gát hafði Jón á, að vinahót erlendra manna
hefðu ekki í för með sér of náin tengsl við aðrar þjóðir. Hann
var andvígur „skandinavismanum", en honum hafði á ný aukist
fylgi á norræna stúdentamótinu í Kaupmannahöfn 1869. Það
leiddi m.a. til þess, að skáldið Björnson byrjaði að skrifa um mál
íslendinga og Dana og atyrti Dani mjög fyrir þröngsýni þeirra
og skilningsleysi á sjálfstjórnarkröfum íslendinga. Á árunum
1870 og 1873 áttu Björnson og Jón nokkur bréfaskipti. Fyrsta
bréfi Björnsons svaraði Jón m.a. þannig:
Ég leyfi mér að þakka yður fyrir hina djarfmannlegu og hreinskilnu mála-
leitun til mín... Ég held vissulega, að ekki aðeins sameiginlegur kærleikur
tengi oss saman, heldur og að við munum kunna að virða hvor annars ein-
kenni eins og tvær hliðar, eða tvær álnir, liggur mér við að segja, af sömu
voðinni.-S
Mikil samskipti urðu næstu árin milli Norðmanna og íslend-
inga, einkum á sviði verslunar, og átti Björnson drjúgan hlut
að því. En jafnskjótt og Jón varð þess var hjá Björnson, að
heppilegt gæti verið, að Noregur og ísland sameinuðust svaraði
Jón:
Vér höfum norskt þjóðarskap, sem lætur sig ekki upp á von og óvon, hvorki
gagnvart Dönum eða gagnvart vorum kæru frændum 1 Noregi.-f*
Þingvallafundurinn var haldinn 26.-29. júní eins og fyrir-
hugað var, og voru þar 300 rnanns, þegar flest var. Umræðu-
efnið var stjórnarbótarmálið. Um fund þennan hefur víða verið
skrifað, svo að óþarft er að fara um hann og gerðir hans mörgum