Skírnir - 01.01.1979, Blaðsíða 79
SKÍRNIR JÓN SIGURÐSSON OG ÞJÓÐHÁTÍÐIN 77
orðum hér.30 — Aðeins skal þess getið, að mikill hiti var í mönn-
um og skoðanir skiptar. Meiri hlutinn féllst á 6 liði sem undir-
stöðuatriði, er Alþingi var falið að samþykkja, og síðan yrðu
kosnir þrír menn til að fara með frumvarpið á fund konungs,
en til vara var samþykkt að skora á konung að kalla saman þjóð-
fund með sama hætti og gert hafði verið um miðja öldina. Loks
var á fundinum beint til Alþingis, að það tæki stjórnarskrár-
málið eitt til meðferðar.31 — Jón vildi hins vegar, að Þingvalla-
fundur gerði einungis drög að óskum, sem sendar væru Alþingi.
En fundurinn vildi ekki fara að ráðum hans, og varð stefna Jóns
því í minni liluta.
Eiríkur Briem segir frá því, að þegar Jón kom ríðandi niður
í bæinn hafi hann mætt Jóni Hjaltalín landlækni, og hafi hann
þá átt að ávarpa nafna sinn þannig:
Sjáðu nú til, þú ert nú búinn að vekja upp þann draug, sem þú getur eigi
kveðið niður aftur.32
VI
Alþingi var sett 1. júlí 1873 og var liið stysta frá því það var
endurreist, þar sem því var slitið 2. ágúst. Höfuðumræðan sner-
ist um stjórnarbótina, og að lokum náðist samkomulag um af-
greiðslu málsins. Frumvarp þingsins var í liöfuðdráttum sams
konar og Þingvallafundur hafði lagt megináherslu á. En færi
svo, að konungur vildi ekki fallast á frumvarpið var til vara
samþykkt ávarp til hans, er fól í sér ósk um þjóðfund með sam-
þykktaratkvæði. En ef ekki yrði heldur orðið við þeirri beiðni
þá væri það ósk landsmanna, að konungur veiti þeim „land-
stjórn, sem hagfelld sé og samboðin þjóðerni voru og réttindum
og sérstaklega ásigkomulagi þessa lands“. Enn fremur var þess
óskað, að konungi þóknist
að afnema það ófullkomna og óeðlilega stjórnarástand, sem nú er hér á landi
og nálega allur landslýður leynt og ljóst hefur lýst óánægju sinni yfir.33
Undir þetta ávarp, sem var samþykkt samhljóða, rituðu ein-
ungis forseti þingsins, Jón Sigurðsson, og varaforseti, Pétur bisk-
up. Með ávarpinu var haft í huga, að konungur kysi að láta þess
ekki óminnst, að árið eftir ætluðu íslendingar að minnast þús-