Skírnir - 01.01.1979, Page 80
78 LTJÐVÍK kristjánsson skírnir
und ára byggðar í landinu. En löngu fyrr en hér var komið sögu,
eða 5. nóv. 1863, hafði Halldór Kr. Friðriksson lireyft því máli
í Þjóðólfi. En uppástunga um þjóðhátíð 1874 kom fyrst fram á
Alþingi 1865 frá séra Sveini Skúlasyni, þingmanni Norður-Þing-
eyinga, en fékk daufar undirtektir.34
Jón lýsir þannig, hver urðu endalok Alþingis varðandi stjórn-
arbótarmálið:
Hérna mátti heita rammlega um hnúta búið og Alþing bæri nafn með rentu
að heita ráðgjafaþing, sem kæmi með ráð undir hverju rifi. Aðaluppástunga
þingsins fer djarflega hinu sama fram, sem þingið hafði áður farið og þó í
stórvægilegum greinum töluvert lengra. Um sambandsmálið við Danmörku
fer það að vísu ekki eins langt og uppástungur Þingvallafundarins, en þingið
lætur það óákveðið hvernig sambatidið skuli lagað milli íslands og konungs-
veldisins, því að það vill láta tímann og reynsluna leiða í ljós, hvernig þessu
sambandi verður haganlegast fyrir komið. Þetta er samkvæmt uppástungu
Þjóðfundarins 1851.35
Með þessari skoðun vill Jón leggja á það áherslu, að kröfur
þjóðfundarfulltrúanna hafi átt fyllsta rétt á sér, með þeim hafi
átt að tryggja, að íslendingar nytu sömu réttinda og Danir. Jón
telur ekki annað hæfa en að haga svo orðum sínum í þinglokin,
að telja verði víst, að konungur samþykki stjórnarbótarfrum-
varpið, og þess vegna minnist hann ekki á ávarpið til hans.
Alþingistíðindi segja sjaldnast alla sögu þeirra mála, sem á
Alþingi eru samþykkt. Þau segja fátt af því, sem fram fer í
nefndum þingsins og enn síður frá því, sem kallað er baktjalda-
makk stjórnmálamanna. Á Alþingi var óvenjuleg eindrægni
um afgreiðslu stjórnarbótarmálsins. Alþingistíðindin veita ekki
nema takmarkaða vitneskju um, hvernig á henni stóð.
Enginn vafi er á því, að Jón og Pétur biskup áttu mestan þátt
í að skapa einingu um stjórnarbótarmálið og ávarpið til konungs
1873. Jón er reyndar fáorður um þetta í bréfum sínum, og má
til þeirra vísa, þar sem þau eru prentuð. Pétur biskup víkur á
þessa leið að hlutdeild sinni:
Nefnd var sett á þinginu til að semja ávarp til konungs og kom ekki nefndar-
álit inn á þingið fyrr en síðustu dagana. Af því það var formlega til óhaf-
andi, samdi ég annað sem með orðabreytingum fékk samþykki þingsins. Þetta
var mitt fyrsta og seinasta afreksverk á þessu þingi, og mig langar ekki til
að eiga setu á fleiri þingum.36