Skírnir - 01.01.1979, Qupperneq 81
skírnir jon sigurðsson og þjóðhátiðin 79
Þetta skrifar biskup Eiríki Magnússyni 3. sept. 1873. Og eftir
að hafa fengið svar frá honum, sendir Pétur Eiríki þessa kveðju
18. okt:
Það gleður mig, að yður líkar ávarpið til konungs, og sjáið þér af því. að
ég er ekki hræddur við að segja stjórninni sannleikann, eins og ég á hinn
bóginn hef aldrei smjaðrað fyrir alþýðu í stjórnarbótarmálinu.37
Ekki fer á milli mála, hver á þessa sneið biskups.
Loks er vert að gefa gaum, hverjum Elilmar Finsen lands-
höfðingi, sem var fulltrúi konungs á þinginu, þakkar sérstak-
lega:
Hann (þ.e. Jón Sigurðsson) hefur á hinum síðustu þremur þingum tekið svo
góðan þátt í öllum störfum þingsins og sér í lagi á meðferð þess á stjómar-
bótarmálinu, að honum eftir minni sannfæringu, er það miklu leyti að
þakka, að þetta mál er nú leitt til góðra lykta; ég votta honum því í landsins
og þingsins nafni mínar bestu þakkir fyrir allt það, sem hann á í þessu máli
og öðrum hefur hann unnið fósturjörðinni til gagns og sóma.38
Einn tíðasti gestur á forsetaheimilinu um þetta leyti var Björn
M. Olsen. í minningum sínum um Jón frá haustinu 1873 segir
Björn:
Það þóttist ég skilja á Jóni Sigurðssyni, þegar hann kom af Alþingi 1873, að
honum líkaði ekki meðferð sú, sem stjórnarskrármálið hafði fengið það sum-
ar. Þótti honum Þingvallafundurinn hafa farið lengra en góðu hófi gegndi
í kröfum sínum, en Alþingi aftur gefið stjórninni of mikið undir fótinn i
hinni alkunnu varakröfu sinni. Mun hann hafa tekið sér úrslit málsins á
þingi mjög nærri, þó að hann vildi ekki gera ágreining.39
Undir niðri var Jón vafalaust ekki ánægður með frumvarpið
og því síður ávarpið til konungs, þótt hann kysi ekki að láta
mjög á því bera fyrsta kastið. Hann gerði því skóna, að kon-
ungur mundi notfæra sér þá kveðju þingsins, sem fólst í ávarp-
inu og fara sínu fram um lausn stjórnarbótarmálsins. Þessa skoð-
un Jóns má marka á eftirfarandi orðum hans, sem hann skrifar
18. nóv. 1873:
Ætli landar vorir hugsi, að nú sé allt unnið og óþarfi að vaka lengur, heldur
leggjast nú fyrir og sofna sér langan dúr. Það væri fásinna, því við megum
vera vissir um, að Danir byrla sér og öðrum inn, að við höfum fallið þeim
til fóta og nú geti þeir ráðið öllu og haft það sem þeir vilja, en þá getum
við getið nærri hvað við fáum.to