Skírnir - 01.01.1979, Síða 82
80
LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
VII
Jafnskjótt og fréttist til Danmerkur um afgreiðslu Alþingis á
stjórnarskrármálinu birti Gísli Brynjólfsson langan greinaflokk
í „Berlingske Tidende“ 14. ágúst til 25. september.41 Ekki var
það ný bóla, að Jón fengi gusu úr þeirri átt, og fólust árásir
Gísla í skemmstu máli sagt í því, að Jón hefði langa hríð haldið
fram skaðræðisstefnu í stjórnmálum íslendinga. Gísli skrifaði
í ýmis önnur blöð og í sama anda, en Jón hirti ekki um að svara
honum nema í eitt sinn, þegar honum þótti ósvífni Gísla keyra
um þverbak.42 Annars hafði Jón þann sið að svara ekki löndum
sínum, sem að honum veittust í erlendum blöðum.
Heima á íslandi var þess beðið með óþreyju, hvaða viðtökur
stjórnarbótarfrumvarpið eða ávarpið fengi hjá konungi. Væntu
menn þess, að um það mundu berast fregnir með miðsvetrar-
skipinu. Sú varð og raunin. En það kom ekki til Reykjavíkur
fyrr en 22. mars og hafði þá verið 3 vikur á leiðinni sökum óhag-
stæðs veðurs.43 — Þá varð ljóst, að konungur lrafði 5. janúar lög-
fest stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni íslands, eins og það
var orðað. Enn fremur komu þá fréttir um að birt hafði verið
auglýsing um stjórnarskrána 14. febrúar, en þetta er niðurlag
hennar:
Einkar geðfellt hefur það þar að auki verið Oss, að framkvæmd þessarai
mikilvægu gjörðar samkvæmt ósk Alþingis hefur getað átt sér stað einmitt
á því ári, er þess verður minnst, að 1000 ár eru liðin síðan ísland fyrst
byggðist og að þá hafi byrjað þjóðarlíf, sem einkum með því að halda við
máli forfeðranna og færa í sögur afreksverk þeirra, hefur verið svo mikilsvert
fyrir öll Norðurlönd.
Um leið og Vér í tilefni af hátíð þeirri, sem x hönd fer, sendum öllum
Vorum trúu og kæru þegnum á íslandi kveðju Vora og Vorar bestu heilla-
og hamingjuóskir landinu til handa um ókominn tíma, sameinum Vér því
vonina um, að sá tími muni koma, að umskipti þau á stjórnarhögum íslands,
sem nú standa til, verði einnig talin í sögunni sem atkvæðamikill og happa-
sæll viðburður fyrir ísland.44
Þessari kveðju konungs var vægast sagt almennt tekið fálega
vegna þess, að stjórnarskráin, sem hann hafði fært þjóðinni, var
stórbreytt og skert frá því, sem var í frumvarpinu frá Alþingi
sumarið áður. — Um fyrrgreinda auglýsingu sagði Jón: