Skírnir - 01.01.1979, Side 84
82 LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON SKÍRNIR
uðu undir. Jón segir, að enginn hafi orðað við sig að ávarpa
konung, enda er nafn hans ekki á skjalinu.48
Um svipað leyti og Jón Sigurðsson er önnum kafinn við að
skrifa firnalanga ritgerð vegna annmarkanna á stjórnarskránni
berst honum saga Halldórs af ávarpinu. Má fara nærri um,
hvernig honum hefur líkað frammistaða æðsta manns Þjóðvina-
félagsins á íslandi.
Fróðlegt er að huga lítillega að þessu ávarpi, ekki beinlínis
efni þess, því að það liefur verið birt, en mér er ekki kunnugt
um að áður hafi verið greint opinberlega frá, hvernig það varð
til. Þó þykir mér ástæða til að minna á þessi orð úr ávarpinu:
Allra mildasti konungur, Eins og vér erum gagnteknir a£ lifandi þakklætis-
tilfinningum fyrir hina dýrmætu frelsisveitingu, eins erum vér það eigi síður
fyrir það, að konungleg mildi yðar hefur framkvæmt þessa mikilvægu gjörð
einmitt á því ári, er þess verður minnst, að þúsund ár eru liðin síðan ísland
fyrst byggðist; með þessu hefur yðar konunglega hátign snortið hina innstu
og viðkvæmustu strengi hjartna vorra og sýnt yðar landsföðurlegu mildi í
hinu fegursta ljósi.49
Ekki er um að villast, að hugmyndina að ávarpinu hafa átt
þremenningarnir: landshöfðingi, biskup og Bergur amtmaður.
Orðalagið er biskups, um það getur enginn verið í vafa, sem
eitthvað þekkir til rita hans.
Með ávarpinu fylgdi afsökunarskjal, bréfhausinn ber með sér,
að það er skrifað í skrifstofu biskups 13. apríl 1874. Þar er þess
getið fyrst, að meðal þeirra, sem undirskrifi ávarpið, séu 5 þjóð-
kjörnir þingmenn og 5 konungkjörnir, enn fremur 4 varaþing-
menn, 2 konungkjörnir og 2 þjóðkjörnir. Allir eiga þessir
menn heima í Reykjavík eða þar í nánd. En að auki eru embætt-
ismenn, nokkrir atvinnurekendur, og eru sumir þeirra í bæjar-
stjórn.50 Að því búnu segir svo í þessu skjali, en efni þess hefur
ekki fyrr verið birt á prenti:
Siden bemeldte Takadresse blev affattet, nemlig den 8de d.M, paa vor aller-
naadigste Konges Födselsdag, har den i disse faa Dage faaet Underskrifter af
alle de mest oplyste og dannede Mænd, der her ere samlede og som her
kunne være samlede paa denne Aarstid. Den vilde ogsaa sikkert været under-
tegnet a£ en Mængde Tomthuusmænd, hvis det havde været muligt at sam-
menkalde dem til et Mpde; men som Deres Hpivelbaarenhed bekjendt, er
dette umuligt, da de fra Morgen til Aften ere ude paa Stten at fiske; men