Skírnir - 01.01.1979, Qupperneq 85
SKÍRNIR JÓN SIGURÐSSON OG ÞJÓÐHÁTÍÐIN 83
dette havde desuden været temmelig irrelevant, da Adressen allerede har faa-
et saa talrige Underskrifter af Mænd i forskjellige Livsstillinger, at det synes
utvivlsomt, at alle oplyste lpjale Frihedsvenner her i Landet ere besjælede af
de samme Taknemmeligheds Fplelser mod vor allernaadigste Konge, som
man har spgt at udtale i nærværende Adresse.5l
Þessar upplýsingar taldi Pétur biskup óhjákvæmilegt að láta
fylgja ávarpinu til konungs. Vafalaust hafa fyrrgreindir þre-
menningar látið í veðri vaka, að konungur kæmi því aðeins til
íslands, að hann fengi þakkarávörp fyrir stjórnarskrána.
Þeir, sem léðu nafn sitt undir Reykjavíkurávarpið, þóttu of
fáir, og því var reynt að fá svipað ávarp annars staðar af land-
inu. En hverjir voru reiðubúnir að undirrita það? Páll E. Óla-
son og Brynleifur Tobíasson greina frá því í ritum sínum, að
einnig hafi komið ávarp frá Suðurnesjamönnum, en þeir láta
ókannað, hversu á því stendur. Aðeins er þess getið, að séra Sig-
urður Sívertsen hafi beitt sér fyrir því og safnað undirskriftum.62
Þetta ár hafði verið gefin út ný tilskipun um að ekki mætti
byrja netaveiðar í Faxaflóa fyrr en 14. mars. En séra Sigurður
Sívertsen segir í Suðurnesjaannál sínum, að nokkrir hafi freist-
ast til að leggja net í sjó fáum dögum fyrr — og kallað próflögn.
Afbrot þetta var óðar kært til yfirvalda og sent var suður til að
taka próf í málinu. Skutu aðilar máli þessu undir amtsúrskurð
til að sleppa við lögsókn og urðu fyrir sektum. — Þannig orðar
séra Sigurður þetta í annál sínum, sem til er í tveim eintökum
rituðum af honum, og ber frásögninni saman í þeim.63 En hér
er ekki nema að nokkru leyti skýrt rétt frá.
Samkvæmt aukadómsmálabók Gullbringu- og Kjósarsýslu 1874
— 1877 var lögregluþing haldið á Útskálum 14. mars 1874 af sett-
um sýslumanni, Jóni Jónssyni landshöfðingjaritara.64 Þar upp-
lýstist, að nokkrir formenn á Suðurnesjum, er allir höfðu fengið
tilkynningu um lagnatíma þorskaneta, hefðu eigi farið eftir
henni. Þegar formenn höfðu játað brot sitt og hásetar þeirra
staðfest það, kvaðst séra Sigurður Sívertsen verða að leggja það
til af alhug, „að menn þeir, sem í dag hafa komið fyrir réttinn
og hafi brotið gegn auglýsingu landshöfðingjans, verði undan-
að þeir hafi allir, eins og þeir hafi borið, orðið brotlegir fremur
þegnir málsókn í þetta sinn“. Prestur kveðst „sannfærður um,