Skírnir - 01.01.1979, Síða 86
84 LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON SKÍRNIR
af fávisku en af trássi, og þekki hann þá alla mikið vel sem
vandaða og góðgjarna menn“. Prestur telur formönnum einnig
til afsökunar, að þeir séu fátækir og hafi seinustu tvær vikur
ekkert getað aflað á lóð eða færi. — Hreppstjórinn var sóknar-
presti sínum samdóma og lagði það eindregið til, að mál þetta
færi ekki lengra.
Þegar Jón Sigurðsson minnist á ávarp séra Sigurðar á Útskál-
um dylst ekki, að hann hafi heyrt, að Jón landshöfðingjaritari
hafi „fengið það búið til fyrir vægð í netamálinu“.B5
Enginn vafi er á því, að Jón landshöfðingjaritari hefur talið
bera vel í veiði, þegar hann kynntist fiskveiðibrotum Suðurnesja-
manna. Hann, landshöfðingi og Bergur amtmaður hafa komið
sér saman um, að mál þeirra færi ekki lengra, og þeir losnuðu
þar með við að greiða sektir. En þessi málalok hafa verið bundin
því skilyrði, að séra Sigurður á Útskálum semdi þakkarávarp til
konungs svipað því, sem gert hafði verið í Reykjavík, og fengi
sóknarmenn sína til að skrifa undir það. — Allt fór þetta eins og
til hafði verið stofnað. Ávarpið samdi Útskálaklerkur, eða svo
er látið heita, og undir það rituðu 38 Suðurnesjamenn. En blað-
ið með nöfnum þeirra hefur einhvern veginn mislagst eða týnst,
nema það sé í skjalasafni konungs. En undir ávarpinu er talan
38. — Sérstaklega er vert að vekja athygli á eftirfarandi kafla í
þakkarávarpi Suðurnesjamanna, sem er ekki nema að nokkru
leyti í Reykjavíkurávarpinu, en er líklega til orðinn fyrir ein-
dregnar óskir manna „innan af Nesjunum".
Yðar Hátign hefur af konunglegri mildi veitt íslendingum stjórnarbót, er
lætur Alþingi fá tiltölulegan þátt í löggjöf landsins og fjárforræði, og finn-
um vér undirskrifaðir innilega hvöt og löngun hjá oss til þess í dýpstu undir-
gefni að færa yðar Konunglegu hátign þegnlegt þakklæti vort fyrir þessa dýr-
mætu frelsisveitingu, eins og vér lika erum sannfcerðir um, að allir þeir land-
ar vorir, sem unna frjálsu fyrirkomulagi og álita það skilyrði fyrir framförum
landsins, munu vera gagnteknir af hinum sömu þakklœtistilfinningum og að
þœr munu gera vart við sig nálega i einu hljóði, ef landið vœri ekki svo strjál-
byggt og samgöngur svo erfiðar að ekki geta nema fáeinir á hverjum stað
látið til sin heyra.56
Eins og áður er getið taldi Pétur biskup í afsökunarskjali sínu
ógerlegt að ná í fiskimenn í Reykjavík til að skrifa undir ávarpið