Skírnir - 01.01.1979, Side 87
SKÍRNIR JÓN SIGURÐSSON OG ÞJOÐHÁtÍÐIN 85
til konungs. En á Suðurnesjum reyndist það auðgert, þrátt fyrir
sjósóknina.
í annál séra Sigurðar Sívertsen er langur kafli um þjóðhátíð-
ina og einkanlega um hátíðarhöld Suðurnesj amanna, en ekki er
þar minnst einu orði á þakkarávarpið til konungs.
Landshöfðingi sendi ávörpin rétta boðleið. Hann fékk síðar
þakkarbréf frá dómsmálastjóra:
Hefur mér veist sú sæmd að færa Hans Hátign konunginum bæði þessi
ávörp og lesa þau fyrir honum.
En dómsmálastjórinn átti annað erindi við Hilmar lands-
höfðingja:
Hans Hátign þóknaðist að bjóða mér að fela herra landshöfðingjanum á
hendur að færa þeim mönnum, er ávörpin höfðu ritað, það svar, að það
hefði verið Hans Hátign geðfellt og gleðilegt að heyra fram bornar þær holl-
ustutilfinningar, er ávörp þessi votta... Hans Hátign bætti því við, að eins
og það hefði verið sér sérlega kært að geta tengt þá hina nýju stjórnarskrá
við þúsund ára hátíð íslands, eins væri það ósk hans og von, nema því aðeins
að aðrar stjómarannir skyldu banna, að sækja ísland heim á sumri þessu til
þess að taka sjálfur persónulega þátt í fögnuði þjóðarinnar yfir minningu
hins umliðna og vonum hins ókomna tíma.ST
Frá þessu greinir landshöfðingi fyrir hönd konungs 12. júní
1874. — Þessi ákvörðun konungs er vafalítið svo seint á ferð, að
hann hefur verið að bíða eftir ávörpum með þökkum fyrir
stjórnarskrána, en honum mun hafa verið gefið til kynna með
póstferðinni í mars, að þeirra væri von.
Þegar ávörpin eru komin til Hafnar segir Jón Sigurðsson, að
konungsmenn séu mjög hreyknir. Þá getur hann þess, að af því
gangi sögur, að landshöfðingi og ritari hans vilji endilega eigna
Halldóri Kr. Friðrikssyni forgöngu Reykjavíkurávarpsins og
Gísli Brynjólfsson segi, að hann hafi gjört það sem varaforseti
Þjóðvinafélagsins. „Kóngur átti að hafa sagt, að „Sognefoged"
einn hefði skrifað undir, sem áður hefði verið mikill oppositions
maður“, og hafi liann þar átt við Halldór.58
Dönsk blöð gátu auðvitað um ávörpin og gerðu mikið úr. Þau
voru talin sýna þakklæti íslensku þjóðarinnar til konungs fyrir
stjórnarskrána.
Matthías Jochumsson var einn þeirra, sem vinnukona Péturs