Skírnir - 01.01.1979, Síða 88
86
SKÍRNIR
LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON
biskups liafði heimsótt með ávarpsskjalið og hann léð nafn sitt
undir það. Þann 23. júní birti Matthías í blaði sínu Þjóðólfi
greinina „Koma konungs vors“. Þar segir hann m.a.:
Hvað snertir þakklæti vort við konunginn fyrir hina nýju stjórnarskrá, þá
skuldum vér sannleikanum þá einurð að lýsa yfir því, að gleði sú, sem blöð
Dana hafa yfir lýst, að ætti hér heima út af stjórnarskránni muni að visu
minni vera að jöfnuði en byggja mætti á ávörpum þeim, er send voru kon-
ungi í vor. Hefðu ávörp þessi verið sprottin upp á frjálsum fundum, en ekki
á skrifstofu nokkurra embættismanna, þá hefðum vér minnst þeirra með
meiri gleði og fremur álitið þau almenningsálit þjóðarinnar.59
Skáldbróðir Matthíasar, Steingrímur Thorsteinsson, var einn
þeirra, sem skrifaði undir Reykjavíkurávarpið. Hann segir, að
höfðingjasleikjur hafi intrigerað fyrir því og flestum hafi verið
ávarpið á móti skapi.60
VIII
Litlu síðar en stjórnarskráin var gerð kunn var Jón Sigurðsson
í veislu hjá Kristjáni IX, og á konungur þá að hafa spurt hann,
hvernig honum litist á hana: Vísir í áttina, yðar hátign.
Með miðsvetrarskipinu 1874 fengu margir fylgismenn Jóns
bréf frá honum, en í þeim öllum birtir hann skoðun sína á
stjórnarskránni og áeggjun um að menn láti ekki deigan síga
með framhaldið.
Hún (stjórnarskráin) er nokkuð mögur, en ég held hún sé þó reisa, því hún
hefur þessa þrjá fætur að standa á: löggjafarvald, fjárforræði og ábyrgð. Allir
eru samt fætur þessir heldur pervisalegir og harla vöðvalitlir. Nú liggur á
i sumar að koma sér niður á fulltrúakosningum (þ.e. til Alþingis) og svo á
þeim atriðum, sem menn vilja hafa fram strax á næsta (fyrsta) þingi...
Hér ríður nú mest á, að við séum vel við búnir og höldum fast saman, svo
við getum komið á laglegri stefnu, ef auðið verður.61
Ég held hún (stjórnarskráin) sýni að við mundum ekki hafa komist lengra
á okkar fyrri götu, en að nú opnist ný gata, þó þröng sé, og hana megum
við til að víkka... Ég vænti samheldis og styrks hjá löndum vorum, svo að
takast megi að bæta það sem enn vantar, og koma nokkurri verulegri póli-
tískri og verklegri framkvæmd á stofn.62
En þar ríður á að taka þetta nú glóðvolgt; koma sér nú strax niður á . . .
þeim atriðum, sem menn vilja hafa breytt og borin fram á fyrsta þingi. Hér