Skírnir - 01.01.1979, Síða 89
87
SKÍRNIR JÓN SIGURÐSSON OG ÞJÓÐhAtÍÐIN
er ekki til setu boðið nú, heldur raiklu fremur til meiri starfa en verið
hefur.63
Við megum samt ekki brjóta neitt í sundur, heldur teygja og toga það,
sem gengið getur, og það vona ég okkur takist.64
Jón sendi brátt vini sínurn Konráð Maurer stjórnarskrána og
fékk frá honum þessa kveðju:
Því meir sem ég velti stjórnarskránni fyrir mér, því óaðgengilegri sýnist
mér hún.65
Eins og áður er vikið að gerði Jón annað og meira varðandi
stjórnarskrána en láta í Ijós við stuðningsmenn sína álit sitt á
henni. Þjóðvinafélagið er að hleypa af stokkum nýju tímariti —
Andvara. Fyrsta ritgerðin í því er eftir Jón — „Stjórnarskrá ís-
lands“ — og er 138 blaðsíður. Hún hefst á þessum orðum:
Lengi höfum vér íslendingar átt í deilum um landsréttindi vor; margar til-
raunir og mörg samtök hafa verið höfð að því, að vernda og tryggja þessi
réttindi. Á þessum tímamótum, sem nú eru, og þegar nýtt tímarit byrjar.
virðist oss nauðsynlegt að rifja upp fyrir oss nokkur merkileg atriði um þessi
efni.66
Jón þræðir í stórum dráttum stjórnmálasöguna frá 1262, rekur
störf Alþingis fyrir stjórnarbreytinguna 1848 og fjallar um Þjóð-
fundinn. Síðan gerir hann grein fyrir tilraunum Alþingis að
vinna stjórnarmálið. — Er þá komið að því, hvers vegna þótti
ástæða fyrr í þessari ritgerð að dvelja lítillega við störf Alþingis
á seinustu ráðgjafarþingunum. Jón telur þau meiriháttar undan-
fara stjórnarskrárinnar, rekur þau töluvert ítarlega og gerir sam-
anburð á því, sem í boði hafi verið og hvers hafi verið krafist.
Síðan tekur hann að ræða stjórnarskrána kafla eftir kafla eftir
að hafa birt hana í heilu líki. Mörg eru þar ónotaskot til kon-
ungkjörinna þingmanna, danskra stjórnvalda og jafnvel kon-
ungs.
Um stjórnarskrána 5. janúar 1874 má nefnilega segja sama, eins og um
iögin 2. janúar 1871 (Stöðulögin), að þar eru ýmis atriði, sem Alþing hefur
aldrei séð, og hefur því ekki fengið að njóta sins ráðgjafaratkvaeðis við, svo
að þar vantar samþykki hins löglega hlutaðeiganda; önnur atriði eru þau,
sem Alþing hefur stungið upp á að breyta eða hafa öðru vísi eða í öðru
sambandi; hin þriðju eru þau, sem Alþing hefur beint mælt á móti. Það