Skírnir - 01.01.1979, Blaðsíða 91
•SKÍRNIR JÓN SIGURÐSSON OG ÞJÓÐhAtÍÐIN 89
hefði lofað, þegar hann kom til ríkis, að sýna íslendingum sama
réttlæti og sömu velvild og öðrum þegnum sínum, hann hefði
lofað að halda fram og leiða til lykta stjórnskipunarmálið, hann
hefði einnig lofað, að engin stjórnarskrá skyldi vera lögtekin a
íslandi nema með samþykki landsmanna. — Jón spyr, hvort þessi
loforð konungs séu einskisvirði og hann ekki við þau bundinn.
Jón getur þess, að hafa verði í huga, þegar rætt sé um vanefndir
konungs, að hann reynist vera peð á taflborði danskra stjórn-
málamanna, þegar um mál Islendinga sé að tefla.73
Þegar Jón hafði lokið við að semja þessa ritgerð, skrifar hann
Halldóri Kr. Friðrikssyni:
Andvari er nú (6. júlí) undir prentun og getur kannske komið með næstu
ferð... Hef ég samið fjandans langa romsu um stjórnarskrána, sem ég held
gjöri góða verkun, þegar þið eruð búnir að ryðja ykkur með þakklætið og
konungsdekrið eins og tilheyrir. Ég vona ritgjörðin verði brúkanleg fyrir
undirstöðu undir tilkomandi opposition, og hún held ég sé öldungis nauð-
synlcg, því að annars máttu byggja upp á, að við ekki einungis vinnum ekk-
ert á, heldur dregst úr höndum okkar smámsaman, það sem við höfum á
unnið núna, sem mest er á pappírnum. Þess vegna má alls ekki slá slöku
við, heldur ... búa sig undir að heimta stjórnarskrána bætta og stubbana
setta saman J4
Jón sá til þess, að Andvari barst ekki til íslands fyrr en eftir
þjóðhátíð.
Ég vildi ekki, að kritik hans kæmi á undan konungi, heldur einmitt á eftir.t-"
IX
Undirbúningur að þjóðhátíðinni hófst að nokkru leyti ári
áður. Biskup hafði t.d. samkvæmt konungsúrskurði 8. sept. 1873
ákveðið í umburðarbréfi til allra héraðsprófasta á íslandi að
guðsþjónustugjörð skyldi fara fram í öllum kirkjum landsins 9.
sunnudag eftir trinitatis eða 2. ágúst.
Jón hafði enn fremur skrifað Halldóri Kr. Friðrikssyni og
boðið honum í nafni Þjóðvinafélagsins að fá kosna tvo fulltrúa
úr hverri sýslu til að mæta á fundi, sem haldinn yrði á Þing-
völlum dagana 5.-7. ágúst. Þessa ákvörðun Jóns hafði Halldór
boðað með auglýsingu 13. apríl og látið birta í öllum blöðum.
Ráðagerðir þessar og ýmsar aðrar voru því ákveðnar áður en
vitað var um komu konungs. Þar sem sú vitneskja var svo síð-