Skírnir - 01.01.1979, Qupperneq 92
90 LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON SKÍRNIR
búin, varð að hafa liraðan á með að undirbúa móttöku lians.
En að henni verður lítt vikið að öðru leyti en því, sem varðar
Jón Sigurðsson og Þjóðvinafélagið. — Konungur hafði látið í
ljós þá ósk, að hann gæti komist tif Geysis og Þingvalla. En hver
átti að taka á móti honum og fylgdarliði hans á Þingvöllum og
með hvaða móti átti það að verða, úr því hann hugðist vera þar
samtímis og fulltrúar Þjóðvinafélagsins voru þar með sinn fund?
Halldór Kr. Friðriksson skrifar Jóni 15. júní 1874:
Jón Guðmundsson vill eigi þiggja tillög frá stórhöfðingjunum beinlínis til
Þingvallafundarins, svo að ég veit nú eigi, hvernig þetta allt gengur. Við
cruin nú líka í hálfstríði út úr viðtökunum við konung á Þingvöllum . ..
Ég veit eigi hvernig þetta lagast. Margir eru að vonast eftir, að þú munir
koma líka upp, og það skyldi sannarlega gleðja mig, ef það yrði, því að það
er eigi gaman að standa svona einn uppi. í öllu falli vona ég til að þú
skrifir mér næst, hversu þú hugsar þér viðtökurnar á ÞingvöIIumJð
Hér birtist sama sagan hjá Halldóri og áður hafði orðið vart
hjá Jóni Guðmundssyni ritstjóra, að ef ráða þurfti fram úr ein-
hverjum stórræðum töldu þeir sig vanmáttuga, ef þeir nytu ekki
stuðnings Jóns Sigurðssonar.77 Halldór hafði einnig verið kosinn
í nefnd þá í Reykjavík, sem sjá átti um móttöku konungs og
hátíðarhaldið þar.
Jón svarar þannig spurningu Halldórs um hvort hann komi
og hvernig hann vilji hafa viðtökurnar á Þingvöllum:
Mér er ómögulegt að koma til Þingvallafundar margra hluta vegna, og ég
gjöri ekki heldur neitt gagn. ... Mér líst vel á . .. að taka á móti konungi,
þegar hann kemur frá Geysi, og yfir höfuð að tala þá líst mér best á, að
hátíðarhöldin fari sem kyrrast og rólegast fram, svo menn séu ekkert smeykir
um að sér mistakist... En jafnframt því þarf að koma einhver alvarleg
rödd frá landsmönnum til konungs, sem sýnir honum hvað menn vilja, og
það er vel fallið. ef bændur væri þar í broddi fylkingar. Ég held Björn Jóns-
son væri þar góður hjálparmaður, og svo imynda ég mér, að Norðlingar
ætti að vera þar stólpagripir."8
Björn, síðar Isafoldarritstjóri, var þá nýlega kominn alfarinn
heim frá Höfn, en hann var einn af Geirungum. — Þjóðvina-
félagsmenn fengu Sigfús Eymundsson til að vera framkvæmdar-
stjóra þjóðhátíðarhaldsins á Þingvöllum, og þegar það var af-
ráðið sendi Jón honum þessa kveðju: