Skírnir - 01.01.1979, Síða 93
SKÍRNIR JÓN SIGURÐSSON OG ÞJÓÐhAtÍÐIN 91
Ekki er ég neitt hræddur um, að ykkur mistakist með þjóðhátíðina. Einungis
að þið ekki skammist ykkar fyrir að vera eins og þið eruð. Það er mesta
heimska að skammast sín fyrir þó maður sé fátækur og geti ekki spilað stór-
þjóð.79
Steingrímur Thorsteinsson var einn af Geirungum. Hann varð
fyrstur þeirra til að flytjast alfarinn heim til íslands. Úr Reykja-
vík hefur hann þessi tíðindi að segja um mitt sumar 1874:
Þegar fyrst fréttist um konungskomuna, reis baunskan á afturfótunum af
fögnuði. Þeir hugsuðu sér til hreyfings, að nú mundi allt verða að sméri,
ekkert verða af Þingvallafundi, Þjóðvinafélagið fara á hausinn og J.S. standa
uppi eins og res male gesta (illa gerður hlutur). Allt fer þetta gagnstætt.
Þingvallafundur verður haldinn, Þjóðvinafélagið er að magnast og J.S. hefur
fullt eins mikla þjóðhylli og nokkru sinni áður.80
Jón virðist ekki hafa haft samband við erlenda gesti, sem fóru
til þjóðhátíðarinnar, og þeir ekki við hann, að undanskildum
fulltrúum Norðmanna, sem voru fimm. Frá þeim fékk Jón
mörg bréf, áður en þeir fóru til íslands, og fól hann Halldóri
og Sigfúsi að greiða götu þeirra, þegar þangað kæmi, en þeir
höfðu hug á að ferðast talsvert um ísland. Einn Norðmannanna,
Nordahl Rolfsen, flutti róttækustu ræðuna á þjóðhátíðinni, eins
og síðar verður vikið að. Dr. Gustav Storm ritaði langan greina-
flokk um ferð sína til Islands, er síðar kom út sérprentaður.81
Um miðjan júní 1874 fékk Jón athyglisverða og óvænta kveðju
frá Noregi, sem hvergi hefur verið getið. Sigwart Petersen rit-
stjóri var einn af þeim Norðmönnum, sem Jón hafði mikið sam-
an við að sælda, enda var hann lengi fréttaritari hans í Kaup-
mannahöfn fyrir blaðið „Christiania Intellegenssedler“. Hann
skrifar 6. júní:
Kjære Ven;
Disse Linier fuldstændigen mellem os. Jeg har faaet sikker Underretning
om, at over 100 af Storthingets Medlemmer har undertegnet hoslagte Afskrift
af en Adresse, som skal tilstilles Althingets Formand. Vær saa god at sige
mig, jeg antager, at ntan kan forespprge sig hos nrig, hvorledes De mener, at
dette Dokument b0r fremsendes og npiagtigen under hvilken Adresse, for at
det kan kornrne frem i den rette Tid og paa det rette Sted. Gj0r mig ogsaa
den Villighed at oversætte det vedlagte paa Islandsk og sende det saa snarest
muligt. Og ikke et Ord til nogensomhelst om Sagen. ... Naar reiser De